Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Krabbinn

Í þessum mánuði munt þú læra að taka eitthvað sem er neikvætt og breyta því yfir í eitthvað jákvætt. Þér mun verða ljóst að möguleikarnir eru endalausir og þú getur alltaf gert það besta úr aðstæðunum, sama hverjar þær eru. Það er kominn tími til að koma út úr skelinni og sýna fólki hvað er mikið í þig spunnið.

Gamlar, óþægilegar minningar munu koma upp á yfirborðið og þú áttar þig á að þú þarft að gera upp ákveðin mál. Það getur tekið á, en er miklu betra þegar upp er staðið. Um miðjan mánuð muntu finna hjá þér þörf til að breyta venjum þínum og mun það veita þér jafnvægi í líkama og sál.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com