Stjörnuspá fyrir september 2021

Skólarnir eru flestir byrjaðir og september á næstu grösum. Haustlitirnir og kvöldmyrkrið er svo fallegt á þessum tíma og kertaljós lífga upp á kvöldin okkar.

Hér er svo komin stjörnuspá fyrir september:

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

September er mánuðurinn þar sem þú átt að hugsa um heilsuna þína númer 1, 2 og 3. Jafnvægi milli hugar og sálar er það sem skiptir lykilmáli fyrir þig, þegar kemur að því að eiga heilbrigðari og heilsteyptari sambönd. Finndu þér dagsdaglega rútínu sem hjálpar þér að beina athyglinni að því að fyllast jákvæðri orku til sjálfs/rar þín. Í ástarsambandi þínu getur verið svolítið um að þið séuð ósammála og sjáið ekki hlutina með augum hins aðilans. Þið munuð lenda í smá brasi með að tengjast andlega. Leyfðu sjálfri/um þér að treysta og leyfa öðrum að kynnast þér svo þú getir byrjað að trúa aftur djúpar tengingar.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Heimurinn vill sjá hvað þú getur og hvað þú getur skapað en fullkomnunaráráttan er að halda aftur af þér og þú ert ekki að sýna þínar bestu hliðar. Að sama skapi getur það verið varhugavert að hafa alltof miklar væntingar um hvað þú vilt í ástarmálunum og getur það aftrað þér í að finna ástina. Gefðu fólki tækifæri til að koma þér á óvart. Þú þarft alls ekki að vera sífellt að „testa“ hverjum þú getur treyst og hverjir eru þér trúir, heldur ættir þú að ráða við þetta allt með smá þolinmæði og skuldbindingu. Ef þú ert að ríghalda í einhverja gremju eða biturð er komin tími til að takast á við það eða slíta vinskap við manneskjuna sem þú er gröm/gramur og bitur út í.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Það getur verið að þú sért í einhverjum vafa varðandi nokkrar breytingar í lífi þínu og fjölskyldusamböndum, því allar slíkar breytingar valda þér óöryggi og óvissu. Það getur verið að þú sért að fara að skipta um vinnu en þú þarft fyrst og fremst að trúa því að lífið gerist og treysta því að allt fari eins og það á að fara. Breytingar í nærumhverfi þínu munu fanga alla þína athygli og hjálpa þér að breyta því hvernig þú lítur á velgengni þína. Notaðu orkuna þín til að koma jafnvægi á vinnuna þína, sem er þægilegt fyrir þig og trúðu því að restin leysist eins og hún á að gera.

Sjá einnig: Hvað þola stjörnumerkin ekki?

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Ertu að gera allt sem í þínu valdi stendur til að láta drauma þína rætast eða ertu alltaf að taka auðveldu leiðina út? Breyting á viðhorfi og dagsdaglegu rútínu þinni er kannski eitthvað sem þarf til að ná langtímamarkmiðum. Ef þú ert sífellt með svartsýnar hugsanir mun það halda aftur af þér. Þú þarft samt ekki að vera ferköntuð/kantaður til að láta hlutina gerast en ef þú opnar huga þinn og hjarta muntu finna fyrir frið og innri sátt í september. Beindu athyglinni að heildarmyndinni og hvert þú stefnir, sérstaklega þegar rútínan tekur við og það fer að vera meira að gera.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Að gera það sem er best fyrir þig og fjölskyldu þína á að vera þitt helsta forgangsverkefni í september. Þú gætir þurft að færa fórnir til þess að létta á andlegum birgðum sem þú eða þið berið þessa dagana. Ef þér finnst þú knúin/n til að taka alvarlegar ákvarðanir, mundu þá að þú þarft ekki að sanna neitt fyrir neinum. Jarðtengdar og úthugsaðar ákvarðanir varðandi fjármál geta verið nauðsynlegar til þess að halda áfram. Gerðu það sem er best fyrir þig en hjálpaðu öðrum líka að skína um leið.

Meyjan

24. ágúst – 23. september


Sjálfsþróun ætti að vera aðaláherslan í þessum mánuði, þar sem þú ert beðin/n um að sýna meira sjálfstæði og áræðni. Þetta hefst allt á heiðarlegri sjálfskoðun og þú skoðir í hvað þú notar kraftana þína og hvort þú sért að láta utanaðkomandi áhrif hafa áhrif á þitt eigið virði. Þegar þú setur þig í fyrsta sæti líður þér ekki lengur eins og þú þurfir að sanna þig fyrir öðrum og „láta þá sjá“ hvers vegna annað fólk á að velja þig. Einbeittu þér að því að styðja þína nánustu, svo lítið beri á, og þú munt sjá samböndin breytast allverulega til hins betra. Það getur verið að þú sért að byrja nýjan kafla með maka þínum, eða að þið séuð að fara að binda enda á sambandið, allavega einhver breyting í vændum.

Vogin

24. september – 23. október

Að viðhalda góðri andlegri heilsu verður þitt helsta forgangsverkefni í þessum mánuði. Með því að beina orkunni þinni inn á við geturðu öðlast þann styrk sem þú þarft til að binda enda á heilsuspillandi vinnuaðstæður sem hafa valdið þér stressi og kvíða. Gerðu það að forgangsatriði að brjóta upp slæma ávana og mynstur sem þú hefur lifað og hrærst í, til dæmis að dæma sjálfa/n þig of hart. Þetta mun hjálpa þér að hætta að vinna yfir þig og vera með óraunhæfar væntingar til þín sjálfs, í þeim tilgangi að sýna það og sanna fyrir öðrum að þú sért ábyrg/ur og hæf/ur í þínu starfi.

Sjá einnig: 3 stjörnumerki sem eru með besta innsæið

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Þú ert að elta draum í september. Draum sem þú vissir ekki að þú ættir einu sinni. Þetta getur leitt til ruglings í lífinu um hvernig þú kemur þessum nýju háttum inn í líf þitt, án þess að það bitni á þeim sem eru þér næstir. Þegar þér tekst að framkvæma markmið þitt mun það auka sjálfstraust þitt á getu þinni til að tjá þig á skapandi hátt. Þetta getur látið þínum nánustu líða eins og þeir fái ekki nægan tíma frá þér, en þú munt þurfa að forgangsraða tímanum þínum vel. Finndu góða leið til að hafa jafnvægi milli þess að hugsa um sjálfa/n þig og fólkið í kringum þig til að forðast óþarfa leiðindi.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Þegar þú tekur vinnuna þína alvarlega mun það gera það að verkum að þú munt fínpússa það sem þarf smá upplyftingu og þú munt klárlega uppskera eins og þú sáir og fólk mun taka eftir því. Sjálfshvatning er grundvallaratriði því vinir og félagslíf getur haft áhrif á einbeitinguna þína þegar kemur að langtímamarkmiðum þínum. Ef þú eltist við drauma þína af krafti mun það auka jákvæðni þína. Hinsvegar verður þú að halda áfram að hugsa vel um sjálfa/n þig. Passaðu að fórna ekki eigin vellíðan til að elta drauma þína.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Einbeiting þín og andlegur fókus mun vinna með þér í september. Þú ert að fara að takast á við ný verkefni sem munu víkka hjá þér sjóndeildarhringinn, auka vitneskju þína og jafnvel verða til þess að þú munir ferðast eitthvað eða taka gott frí. Vera má að þú sért að bæta ímynd þína og aðrir muni sjá hversu langt þú hefur náð og allt sem þú hefur látið verða að veruleika. Mundu að skipta tímanum þínum á milli vinnu og einkalífs því það mun bara hjálpa þér að klífa metorðastigann.

Sjá einnig. Hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki?

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Þú hugsar mikið um framtíðina og hvað hafi farið úrskeiðis í fortíðinni. Þú verður að sleppa tökunum á slæmum minningum sem hafa haldið þér í heljargreipum sínum, því þær hindra þig í að sjá hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Þú gætir jafnvel breytt gildum þínum og losað þig við veraldlegar eigur sem tengjast þessum slæmu minningum. Um leið og þú hefur sýnt að þú ert tilbúin/n að „fjárfesta“ í betri framtíð mun allt fara að vinna þér í hag.

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Nýjar hugmyndir um ást og samveru og hvað þú vilt í ástarsambandi hafa áhrif á sambandið sem þú ert í núna. Um leið og það kemur upp eitthvað babb í bátinn ferð þú að kafa inn á við og reyna að skilja hvers vegna eitthvað er að. Vertu viss um að eiga opin og einlæg sambönd og þú segir réttu fólki frá vandræðum þínum. Um leið og þú gerir þér grein fyrir hvað þú vilt í lífinu verður auðveldara að halda áfram í sambandinu.

SHARE