Hvað þola stjörnumerkin ekki?

Lífið er fullt af krefjandi aðstæðum og breytingum sem oft getur verið erfitt að takast á við. Hefurðu tekið eftir hversu misjafnlega fólk bregst við sömu aðstæðunum. Sumir fara alveg á hliðina ef þeir rífast við vini sína, á meðan aðrir yppta bara öxlum og halda áfram. Eins þegar fólki er sagt upp í vinnu, þá taka því sumir vel (miðað við aðstæður) á meðan aðrir missa nánast vitið í örvæntingu sinni.

Hvað þola stjörnumerkin verst? Hér er áhugaverður listi yfir öll stjörnumerkin og hverju þau eru viðkvæmust fyrir.

Hrúturinn (21. mars – 19. apríl)

Bið. Allt sem við kemur þolinmæði er algjör martröð fyrir Hrútinn. Langar biðraðir, það að vera settur á bið í síma, bið eftir einkunnum og fleira getur gert Hrútinn alveg vitlausann.

Nautið (20. apríl – 20. maí)

Flutningar. Það að pakka og flytja er alltaf streituvaldur en er samt erfiðara fyrir Nautið en aðra. Nautinu líður best í stöðugleika og vill helst breiða upp fyrir haus og koma undan henni þegar flutningar eru yfirstaðnir.

Tvíburarnir (21. maí – 20. júní)

Stíf áætlun. Hinn frjálslyndi Tvíburi kann ekki vel við það að þurfa að stimpla sig inn og láta segja sér fyrir verkum. Þeim finnst að það sé vegið að sjálfstæði þeirra í þeim tilfellum sem þeir þurfa að fylgja tímamörkum og rútínu.

Krabbinn (21. júní – 22. júlí)

Sambandsslit. Það er erfitt að standa í sambandsslitum en fyrir Krabbann er það enn erfiðara en fyrir aðra. Þeim líður eins og þeir séu að missa hluta af sjálfum sér.

Ljónið (23. júlí – 22. ágúst)

Að fá ekki það sem þeir vilja. Sterka og sjálfsörugga ljónið þolir flest, NEMA að fá ekki það sem þeir vilja og passið ykkur, það getur kostað smá drama.

Meyjan (23. ágúst – 22. september)

Að búa í drasli. Það eru margir sem þola ekki drasl en Meyjan getur bara ekki lifað með því og verður að taugahrúgu um leið og það gerist.

Vogin (23. september – 22. október)

Ágreiningur. Margir geta dustað af sér og haldið áfram með sitt þegar þeir lenda í ágreiningi en Vogin getur það alls ekki. Voginni líður eins og heimurinn sé að hrynja og mun gera hvað sem er til að laga hlutina.

Sporðdrekinn (23. október – 21. nóvember)

Framhjáhald. Auðvitað er erfitt fyrir alla ef það er haldið framhjá þeim en ef haldið er framhjá Sporðdreka er það mjög dýrkeypt. EF sambandið er ekki búið á þeim tímapunkti er það pottþétt að það mun taka langan tíma fyrir Sporðdrekann að jafna sig.

Bogmaðurinn (22. nóvember – 21. desember)

Að vera fastur/föst. Bogmaðurinn elskar að breyta til og þrá ævintýr, nýja reynslu og nýjar hugmyndir. Um leið og þeim fer að líða eins og þeir séu að staðna, hvort sem það er í sambandi, vinnu eða annað, þá „fríkar Bogamaðurinn út“.

Steingeitin (22. desember – 19. janúar)

Að vera sagt upp störfum. Steingeitin þolir ekki að missa vinnuna því þær þrá fjárhagslegt öryggi og það skiptir þær öllu máli. Þess vegna er það gefið að Steingeitin þolir ekki rask á fjárhag eins og fylgir því oft að missa vinnuna.

Vatnsberinn (20. janúar – 18. febrúar)

Ósanngirni. Við lærum það flest á leikskóla að lífið er langt frá því að vera sanngjarnt en Vatnsberinn samþykkir það ekki. Vatnsberinn þolir ekki óréttlæti.

Fiskurinn (19. febrúar – 20. mars)

Rekið á eftir þeim. Fiskar vilja ekki láta reka á eftir sér og vilja bara fá að gera hlutina á sínum hraða. Samfélagið sýnir Fiskum oft á tíðum ekki nægilega þolinmæði og það versta sem Fiskurinn veit um er að láta reka á eftir sér með stórar ákvarðanir.

 

Heimildir: The Frisky

SHARE