Stroganoff

Vá þessi er sko girnileg frá Matarlyst. Kíkið á síðuna hennar og like-ið. Afar einfalt og gott. Uppskriftin er fyrir u.þ.b 5-6.

Hráefni:

900 g gúllas / eða nautaþynnur
5 msk olía
5 msk smjör
1 laukur saxaður
500 g sveppir skornir í sneiðar
2 væn 3-4 minni hvítlauksrif
2½ msk hveiti
480 ml Kjötsoð tilbúið í fernu
360 ml Rjómi
120 g Sýrður rjómi
2 msk worcestershire sósa
1 tsk dion sinnep
1 tsk salt
½ tsk pipar
1½ nauta teningur frá knorr
Maizena sósujafnari brúnn ef vill til að þykkja meira með.
Season all krydd ½- 1 tsk (má sleppa)

Aðferð

Hitið olíu í potti/pönnu.
Steikið kjöt í 2 skömmtum 1 mín á hvorri hlið.
Takið kjötið af og leggið til hliðar.
Setjið smjör út á pönnuna/pottinn, steikið skorna sveppi og saxsðan lauk saman í 6-8 mín þar til mjúkt.
Pressið hvítlauk út í steikið áfram í 1 mín.
Setjið hveitið út í hrærið vel saman látið malla í 1 mín.
Setjið kjötsoð og rjóma og
tening út í blandið saman, látið malla í 2 mín.
Setjið sýrða rjómann í skál, setjið slurk ca 1 dl af sósunni út í hrærið saman, setjið út í sósuna.
Setjið worcestershire sósu, dion sinnep salt, pipar og ½ tsk season all út í.
Látið malla í 2 mín.
Smakkið til bætið út salti, pipar seson all jafnvel pínu dion ef þurfa þykir.
Ef ykkur finnst sósan of þunn þá er um að gera að bæta út í Maizena brúnum sósujafnara til að þykkja.
Setjið kjötið út í látið suðuna koma upp, látið krauma í ca 5 mín eða þar til kjötið er klárt.
Nautaþynnur þurfa skemri tíma ca 2-3 mín.

Borið fram með góðri heimalagaðri kartöflumús og t.d hvítlauksbrauði eða góðu brauði.

Kartöflur soðnar, skrældar, stappaðar upp úr slurk af smjöri, mjólk bætt út í svo salti og sykri Smakkið til.

SHARE