Sýning á fötum þolenda kynferðisofbeldis – Þetta var ekki „þeim að kenna“

Oftar en ekki er þolendum kennt um að hafa gert eitthvað til að réttlæta ofbeldið sem átti sér stað og í mjög mörgum tilvikum eru þolendurnir spurðir í hverju þeir voru. Eins og það gæti verið ástæðan fyrir því að ofbeldið átti sér stað.

EF ,,ögrandi” klæðnaður væri í alvöru vandamálið værum við ekki að sjá mál þar sem að börn verða fyrir grófu ofbeldi, eða voru þau kannski óvart að ögra með druslulegum fatnaði? – NEI.

Til að leiðrétta þann miskilning um að kynferðislegt ofbeldi og hugmyndina um þolendaskömm var sett upp sýning í Brussel með fötum þolenda.

Fötin voru öll fengin að láni frá stuðningshópi fyrir þolendur sem að kallast CAW East Brabant.

,,Það sem að maður sér strax þegar að maður labbar hér um er að þetta eru allt bara mjög venjuleg föt eins og flestir ganga í” segir Lieshbeth Kennes starfsmaður og ráðgjafi hjá CAW.

 

Heimildir og mynd: https://www.indiatoday.in/lifestyle/what-s-hot/story/this-exhibition-has-put-up-clothes-worn-by-rape-victims-to-prove-it-wasn-t-their-fault-1132679-2018-01-11?fbclid=IwAR2oRW4wopNalQfdPLm4r0szAVmo7gie-h9dTf04GgFAVDyuDVgJJdMxGDk

SHARE