Tebollur frá Matarlyst

Þessar eru æðislegar!

Gefið þeim nú eitt like á Matarlyst

Hráefni

400 g smjörlíki við stofuhita, EÐA ….til helminga 200 g smjörlíki og 200 g smjör við stofuhita.
400 g sykur
6 egg
900 g hveiti
2 msk lyftiduft
3-3½ dl mjólk
2 tsk vanilludropar
200 g kókosmjöl
300 g súkkulaðidropar eða suðursúkkulaði saxað.
Börkur af 1 appelsínu raspaður fínt

Aðferð

Vinnið saman smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst, bætið einu eggi í einu út í hrærið vel á milli. Bætið út í mjólk og vanilludropum. Blandið þurrefnum saman og bætið út í, vinnið saman í skamma stund. Bætið í lokin út í súkkulaði, kókosmjöli og appelsínuberki látið vélina ganga á lægsta hraða í örskamma stund.

Hitið ofninn í 180 gráður blástur
Setjið bökunnarpappír á ofnplötur, mótið tebollur ég miða við 1 væna matskeið.
Bakið í u.þ.b 15 til 20 mín fer eftir ofnum.

Geymið í frysti, þær eru fljótar að þiðna.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here