Þessi mynd er EKKI „fótósjoppuð“ – Ótrúlegt!

Þessi athyglisverða mynd af fugli er að slá í gegn á netinu og fólk á svolítið erfitt með að vinna úr því sem sjá má á henni. Þetta er samt bara venjuleg ljósmynd sem hefur ekkert verið unnið í með Photoshop eða öðru sambærilegu forriti.

Myndin, sem ber titilinn „Gap“, var tekin af japönskum ljósmyndara að nafni Kenichi Ohno, en hann tók þátt í ljósmyndakeppni með þessa mynd. Keppnin var tileinkuð japanskri náttúru og hlaut Kenichi verðlaun fyrir þessa mynd.

Þó myndin líti kannski út við fyrstu sýn eins og hún sé samsett mynd af fugli með tvo mismunandi bakgrunna, þá er þetta í raun bara ein mynd. Fuglinn stendur við jaðar vatns og veggurinn fyrir aftan býr til þessa sniðugu sjónblekkingu.

Neðst á veggnum er dökkt svæði (kannski þörungar) og má sjá þessa dökku ræmu speglast í vatninu fyrir neðan. Þetta hefur allt með sjónarhorn myndarinnar og ljósið að gera og til að útskýra þetta var búin til þessi skýringarmynd.

Heimildir: petapixel.com


Sjá einnig:

SHARE