Var líkt við fisk vegna augna sinna

Anya Taylor-Joy (27) var fyrirsæta áður en hún sló í gegn í kvikmyndinni The Witch, sem var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni árið 2015. Eftir það fór hún að leika meira og eitt af hennar stærstu hlutverkum var í Netflix seríunni The Queen’s Gambit.

Anya segir að hún hafi ekki litið í spegil í langan tíma eftir að hún las það um sjálfa sig að það væri svo langt á milli augna hennar að hún væri eins og fiskur. „Ég vissi ekki að það væri eitthvað langt á milli augna minna fyrr en ég var merkt inn á mynd af fiski á Facebook og mér sagt að ég væri eins og fiskurinn. Ég hætti að horfa í spegil eftir þetta og enn í dag eyði ég ekki miklum tíma fyrir framan spegil því ég vil ekki þurfa að horfa á andlitið mitt,“ sagði Anya í viðtali við W magazine árið 2016.

Eins og vinkona okkar Ariana Grande sagði á dögunum, þá ættum við að fara varlega í það að vera með athugasemdir á útlit annarra og sérstaklega á opinberum vettvangi. Anya er klárlega gullfalleg og hæfileikarík ung kona sem á framtíðina fyrir sér og það er orðið ansi þreytt hvernig fólk getur tjáð sig á netinu.


Sjá einnig:

SHARE