Birtingarmynd neikvæðni

Við þurfum að fá útrás fyrir tilfinningar okkar einhversstaðar. Ég veit, að það að vera úti í náttúrunni og góð hreyfing, hefur heilmikið að segja en við erum ekki að tjá okkur samt.

halda dagbók og skrifa daglega það sem er að brjótast um í heilanum er það sem fleytir okkur lengst í því að koma frá okkur öllu því sem safnast upp. Það er mjög margt sem okkur finnst við ekki geta rætt við aðra, vonbrigði, líðan yfir einhverju sem þú hefur aldrei rætt og vilt ekki ræða, heilsufarið þitt sem þú ert löngu hætt/ur að tala um við aðra…..reiði sem þú átt erfitt með að orða og þorir ekki að opna á því þá gýs allt!

Þegar ég gerði mér far um að sökkva mér í það að læra (og já það var heilmikill lærdómur) hvernig við getum tjáð okkur í skriftum þá fann ég svo ofboðslegan mun á líðan minni.

Ég skrifa daglega og ég skrifa um allt það sem ég er að hugsa…til að losa pláss. Ef harði diskurinn á tölvunni þinni er fullur kemur ERROR og það sama gildir um okkur, við getum ekki tekið inn meira ef við losum aldrei neitt. Eða jú það er ekki alveg rétt hjá mér við getum tekið inn meira en það segir ekki ERROR, nema það birtist í líkamanum og andlegri líðan, því þetta tvennt helst í hendur. Þú ferð að kljást við verki og vanlíðan!!

Ein af birtingamyndum þess að vera með ofhlaðinn neikvæðan huga eru verkir í líkamanum.

Þú mátt verða reið/ur núna….allt í lagi… en þetta er vísindalega sannað.

Skrifaðu eins og vindurinn……ALLT, já bara allt og vertu ekki að vanda skriftina eða passa upp á orðalagið, losaðu þig bara við það sem er að gerast i höfðinu áður en það kemur ERROR, nú og ef error er mætt á svæðið þá er hægt að létta á …

Þú getur þetta allt, og það verður einfaldara…bara ekki krefjast fullkomnunar.

SHARE