Tvær leiðir til að kaupa sér nokkurra mínútna frið frá börnunum. – Auðveldasti leir í heimi

Eftir örlítið skroll fann ég þennan pistil sem að ég hafði skrifað fyrir löngu, ansi buguð og greinilega komin með nóg af því að ná ekki að koma neinu í verk á heimilinu.
Þess má geta að dætur mínar (3,5 & 2 ára) eru mjög virkar og þurfa mikla athygli og því koma ansi oft upp tímar þar sem að ég hreinlega verð að kaupa mér smá frið til þess að ná að gera það sem þarf að gera.

En hér koma ráð buguðu og pirruðu mömmunar.

Í þessum pistli langar mig að deila með ykkur ýmsum bjargráðum fyrir allavegana 5 mínútna frið frá öskrandi og krefjandi genapollum með áherslu á lágmarks fyrirhöfn.

fyrst og fremst vil ég mæla með klósettráðinu, Drekktu mikið kaffi og nýttu tímann á meðan að einhver annar hugsar um barnið í að kúka. Kosturinn við það er að hægt er að ná fram ótrúlegu magni af úrgangi með mikilli kaffidrykkju, sem auðvitað leiðir til fleirri klósettferða ásamt því að gefa manni ímyndaða orku fyrir genapollana.
Það sem að þarf að passa upp á er að hafa alltaf einhvern fullorðinn heima hjá sér til þess, bjóða í kaffi og fá skyndilega í magann til dæmis ef að hitt foreldrið er ekki til taks.
Einnig hef ég aðeins verið að vinna með það að halda í mér yfir daginn þar til að börnin eru komin heim ef að ég veit af því að Manni verður heima.

Næsta ráð virkar (í mínu tilfelli) í allt frá 3,4-7,3 mínútur, en kosturinn við það er mjög lítil fyrirhöfn.

Ég kýs að kalla þetta ráð

,,Skítmix-mínútu-leirinn”.

Er krakkinn að gera þig geðveika/nn?

 

 • Hlauptu inn í eldhús og náðu þér í skál, Helltu svo hálfum bolla af hveiti í skálina, ásamt hálfum af salti og slurpaðu svo ögn af vatni út í,
 • á meðan að þú hleypur svo út úr eldhúsinu til þess að bjarga því sem að barnið er í þann mund að skemma skaltu hnoða sullið saman.
 • Þegar að þú ert svo komin/n að barninu ættiru að vera komin með ágætis klessu sem hægt er að kalla leir.
 • Strappaðu barnið þá niður í sæti sem það kemst ekki úr og settu leirinn fyrir framan það.
 • labbaðu frá barninu á meðan að þú hugsar fallega til mín.

 

Næsta ráð einnig svona eldhússull ráð, en það gæti þarfnast ryksugunnar eftir á nema auðvitað það sé leikskólabarn á heimilinu fyrir. (sandkassasandurinn nú þegar kominn út um allt og ykkur löngu orðið sama um áferðina á áður ágæta,slétta gólfinu ykkar)

Þetta er einnig hægt að útfæra á nokkra vegu svo að friðurinn gæti orðið ögn lengri en 5 mínútur. Ég kynni fyrir ykkur;

Simple as fuck ,,Moonsand”

 • strappaðu barnið, aftur í stól sem það kemst ekki upp úr og hlauptu inn í eldhús.
 • Náðu þér í skál og vertu eldsnögg/ur að henda þremur bollum af hveiti í hana.
 • Næst slurparu hálfum bolla af matarolíu út í hveitið og hrærir þar til að allt er blandað saman.
 • Eftir það smelliru herlegheitunum fyrir framan barnið og hleypur í burtu.Ef foreldrið er ótrúlega bugað og pirrað væri eflaust ekki vitlaust að smella trélími út í sandinn og njóta þess svo að horfa á barnið reyna að losna við hann af höndunum. En það er auðvitað ekki partur af uppskriftinni, bara enn eitt úrvals ráðið frá jors trúlí 🙂

   

En samt, ekki setja límið út í.. það er mjöög leiðilegt að þrífa það.
Leirinn er samt snilld og endist ágætlega ef gengið er vel frá honum eftir að barnið hættir að leira.

May the force be with you!

SHARE