Ungbarnaherbergi í „goth“ stíl – MYNDIR

Reby Hardy, eiginmaður hennar, WWE glímukappinn Matt Hardy og börnin þeirra fjögur hafa búið í þessu glæsilega húsi í Norður-Karólínu í 13 ár. Reby og heimilið vöktu þó athygli heimsins þegar hún birti myndaseríuna „Life of a Gothic Baby“ eða „Líf „goth“barnsins. Þar segir hún frá ungbarninu sínu sem hún segir að elski „goth“ og sýnir myndir af dimma og dramatíska „goth“ barnaherberginu. 

„Heimili mitt er að miklu leyti framlenging af sjálfri mér og ég tjái mig í gegnum það. Þar sem við ferðumst mikið vegna vinnu mannsins míns, reyni ég að kaupa muni og gersemar í ferðunum til minningar fyrir okkur.“ innihalda minningar okkar og gersemar frá ferðalögum okkar,“ segir Reby.

Aðspurð um hvernig hún myndi lýsa heimilinu segir Reby: „Goth“neskur stíll með áhrifum frá Viktoríutímanum og óreiðukenndum „maximalisma“. Eins og orðið gefur til kynna er „maximalismi“ andstæðan við „minimalisma“ sem fleiri kannast við.

 

Reby segir að uppáhaldsherbergið hennar á heimilinu sé klárlega barnaherbergið. „Það er fullt af eldgömlum hlutum og vaggan sjálf er frá árinu 1894.“

SHARE