Var í 8 daga í öndunarvél eftir rafrettunotkun

Hin 34 ára gamla Amanda Stelzer byrjaði að nota rafrettu árið 2015. Hún varð fljótlega mjög háð því og þegar hún notaði það sem mest gat hún auðveldlega fyllt 8 sinnum á vökvann. Það endaði þó þannig að varð mjög veik, gat varla andað og þurfti að að vera í öndunarvél í 8 daga.

Læknarnir voru ekki að átta sig á því í upphafi hvað var að Amöndu en þegar móðir hennar sagði þeim að hún hafi verið mjög háð rafrettum ákváðu þeir að taka myndir af brjósti hennar og lungum til að sjá hversu alvarlegt ástandið var orðið.

Amanda var greind með alvarlegan sjúkdóm í öndunarfærum (acute respiratory distress syndrome) sem getur hugsanlega verið banvænn. Hann veldur því að lungun ná ekki að framleiða nóg súrefni fyrir líkamann. Greiningin er beintengd refrettunotkuninni og það tók hana 6 mánuði að ná einhverjum bata.

Lungnasjúkdómurinn sem hún er með getur valdið dauða því manneskjan fær ekki nóg af súrefni til þess að líkaminn virki eðlilega og getur leitt til þess að líffæri hætta að virka. Amanda sagði: „Ég grét af sársauka og ég var dauðhrædd. Það seinasta sem ég man er að ég var látin fá blöð sem ég varð að skrifa undir til að lifa. Þetta var samþykki um að ég yrði sett í öndunarvél.“

Hér má sjá Amöndu í öndunarvélinni sem hún var í, í 8 daga.

Amanda segir að veikindin hafi komið henni í miklar skuldir, þó hún hafi verið tryggð að hluta. „Þetta var mjög niðurdrepandi tími. Ég var glöð að vera á lífi en ég var döpur því ég gat ekki unnið eða verið í kringum fjölskyldu og vini án grímu,“ sagði Amanda.

Margir fóru að nota rafrettur til þess að hætta að reykja venjulegar sígarettur en nýjustu rannsóknir gefa til kynna að rafrettur séu alls ekki minna skaðlegar, heldur bara öðruvísi skaðlegar.

Heimildir: SWNS

SHARE