Vissir þú þetta með Yankee kertin – Getur skipt út næstu tómu krukku fyrir nýtt kerti…..FRÍTT

Það getur verið svo svakalega notalegt að kveikja á ilmkerti heima hjá sér og ekki skemmir fyrir þetta geymdi leyndamál í skilmálum Yankee Candle búðanna. Ashley Lester er fyrrverandi starfsmaður Yankee Candle og birti hún myndband sem afhjúpaði leyndarmál sem getur gefið þér glænýtt kerti ókeypis.

Þú getur hætt að skafa vaxið úr botninum á notuðum kertum þínum. Ef þú ert aðdáandi Yankee Candle verður þú sko ekki fyrir vonbrigðum með með þessar fréttir. Lester segir að Yankee Candle væri með “krukku fyrir krukku” skilmála.

Og skilmálarnir eru eins einfaldir og dásamlegir og þeir hljóma. „Það þýðir í rauninni að þú getur tekið gamla kertið þitt og skipt því út fyrir annað,“ sagði hún. Lester sagði að það skipti ekki máli hversu mikið af kertinu þú hefur þegar brennt. Viðskiptavinir geta komið með fullt kerti sem var varla kveikt á eða eitt sem hefur verið brennt niður í botn krukkunnar.

Í myndabandinu sýndi hún kerti sem var næstum alveg brennt og sagði: „Ég gæri farið með þetta til þeirra og sagt „mér líkaði ekki lyktin“.“ „Þeir myndu gefa þér alveg glænýtt kerti ókeypis,“ sagði hún. Lester segir að þú þurfir ekki einu sinni kvittun til að skipta á kertinu.

Hvort að þessir skilmálar eigi við um söluaðila Yankee kerta á Íslandi skal ósgat látið. En gaman væri að láta reyna á það!

Sjá einnig:

SHARE