12 merki um að maki þinn sé siðblindur

Það er alveg sama hvernig litið er á það, það er alltaf erfitt að eiga í samskiptum við siðblindan einstakling. Þeir sem eru siðblindir hafa mikla þörf fyrir að fá aðdáun frá öðrum á sama tíma og þeir hafa brjálæðislega mikið sjálfsálit.

Þeir sem eru siðblindir sýna hegðun og nota aðferðir sem eru einkennandi fyrir siðblinda, til dæmis sýna enga samkennd og gera allt í sína eigin þágu. Siðblindir einstaklingar nota gaslýsingu á maka sína, drekkja þeim í ástarlotum, nota þagnaraðferð (silent treatment), leika fórnarlambið og vilja alltaf hefna sín ef þeim finnst að sér vegið. Þetta er allt gert á svo lúmskan hátt að þú áttar þig kannski bara á þessu löngu seinna þegar búið er að vefa þig inn í vefinn sem hinn siðblindi hefur ofið.

Það er gott að þekkja leikina sem siðblindir leika, til þess að komast hjá því að átta þig á því, mörgum mánuðum eða árum seinna, að þú hafir verið peð í leik hjá siðblindum einstakling.

12 leikir siðblinds einstaklings til að fá það sem hann vill frá þér

1. Kenna þér um

Siðblindi einstaklingurinn tekur ekki ábyrgð á neinu neikvæðu sem gerist í lífi þeirra. Fyrir honum er allt slæmt sem hefur gerst, eða mun gerast í sambandi ykkar vera þér að kenna. Ef þið hættið saman mun það klárlega vera þér að kenna og þú munt aldrei fá að gleyma því. Því meira sem þú reynir að segja að þú hafir rétt fyrir þér, því harðar mun siðblindi einstaklingurinn berjast fyrir því að sanna að þú hafir rangt fyrir þér.

2. Beita ómældum sjarma

Flestir siðblindir einstaklingar geta verið ótrúlega heillandi… þegar þeir vilja vera það. Margir þeirra eru mjög klárir, duglegir í vinnu, heilla alla fjölskylduna þína, vinnufélaga og vini þína. Það mun því koma þeim mikið á óvart ef þú ferð að tala um að maki þinn sé að rugla í hausnum á þér. Þeir átta sig ekki á því að þau eru sjálf undir álögum siðblinda einstaklingsins.

3. Mörkin verða lítil sem engin

Siðblindir einstaklingar virða engin mörk. Þeim finnst ekkert að því að bjóða sér sjálfum í heimsókn á heimili þitt, eða koma í vinnuna til þín þegar hann veit að þú ert upptekin/n. Þeim finnst líka sjálfsagt að troða sér með í hittinga með vinum þínum, þó svo að þetta hafi aðeins átt að vera fyrir þig og vinina.

Ef þú setur ekki mörk, og framfylgir þeim, mun siðblindi maki þinn valta yfir þig og snúa öllu á hvolf.

4. Gaslýsing

Siðblindir einstaklingar munu segja þér að þeir ætli að gera eitt, en gera svo það gagnstæða. Þegar þú spyrð útí ástæðuna fyrir því munu þeir horfa á þig eins og þú sért skrýtin/n og segja eitthvað eins og: „Ég gerði nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera. Hvað ertu að tala um? Er ekki allt í lagi hjá þér?“

Þú ferð að velta fyrir þér hvort þú hafir verið að rugla og hvort þú sért alveg að missa vitið. Það er það sem siðblindi einstaklingurinn vill og þetta virkar svo vel að það er erfitt að átta sig á hvað er satt og rétt í þessu.

Það er partur af hverjum leik þeirra að sjá hversu langt þeir komast með þig og stjórnað þér. Þeir láta þig líta út eins og þann sem er með vandamál í sambandinu.

5. Sannleikurinn „er þeirra“

Fyrir siðblindan einstakling er sannleikur afstæður. Hann mun segja og gera allt sem hann þarf til að láta sig líta vel út eða láta þig líta illa út. Ekki halda að þeir muni segja sannleikann þó þeir séu meira að segja komnir fyrir framan dómara. Það mun ekki gerast. Þú munt standa í réttarsal og trúa varla þínum eigin eyrum þegar siðblindi aðilinn lýgur að dómaranum og dómarinn trúir honum.

6. Það er þeirra leið eða ekkert

Siðblindir „hafa aldrei rangt fyrir sér“, ALDREI. Ef þú heldur áfram að ögra þeim með því að vera ósammála honum, munu þeir annað hvort mála þig sem vitleysinginn eða taka reiðikast. Jafnvel þó þeir séu fljótir að dæma, gagnrýna eða gera grín að þér skaltu ekki láta það hvarfla að þér að þið séuð á jafningjagrundvelli. Ef þú reynir að nota sömu „tækni“ á siðblindan einstakling mun hann taka kast á þig og/eða saka þig um andlegt ofbeldi.

7. Kæfa þig í ást

Hluti af því sem gerir það að verkum að það er erfitt og hvimleitt að umgangast siðblinda er að þeir eru snillingar í að sannfæra þig um að þeir hafi breyst. Eftir að hafa hagað sér alveg eins og hálfviti, mun hann koma til baka og ausa yfir þig ást og umhyggju. Þeir lofa að breytast og verða betri maki og geta jafnvel virst verða aftur að manneskjunni sem þú féllst fyrir.

Síðan, um leið og þú fyrirgefur þeim og byrjar að trúa því að þeir muni núna gera rétt, kemur siðblindan upp og bítur þig í rassinn.

Hafðu varann á þegar þú ert að meta ástand siðblinda einstaklingsins. Sérstaklega ef hann er óvenju ljúfur, því hann elskar þennan leik og mun endurtaka hann aftur og aftur ef þú spilar með.

8. Reglur? Hvað er nú það?

Sá sem er siðblindur heldur að reglur eigi ekki við um hann. Rannsakendur sem framkvæmdu rannsókn á einstaklingum, greindum með siðblindu árið 2020 gáfu það eftirfarandi út: „Við höldum því fram að í grunninum að hverri siðblindu sé þessi samanburður við aðra og að setja sig ofar en aðra. Ef manneskja lítur á sig sem æðri veru, þá lítur hún á aðra sem óæðri. Ef manneskju finnst hún „eiga allt betra skilið en aðrir“, þá finnst henni um leið að aðrir „eigi það ekki jafn mikið skilið“.“

Siðblindur einstaklingur telur að engar reglur gildi fyrir hann.

9. Umbreytingar

Siðblindir hafa ótrúlegan hæfileika til að breytast í hvaða manneskju sem á þarf að halda til að fá samúð, vekja athygli eða halda stjórn. Ef þú ert sterkur einstaklingur verður siðblindi maki þinn veiklyndari. Þeir munu láta það virðast sem þeir séu fórnarlambið þitt (já í alvöru).

Ef þú ert veiklynd/ur eða meðvirk/ur, mun siðblindi maki þinn láta þig líta út eins og latan og óhæfan einstakling.

10. Vörpun

Vegna þess hversu viðkvæmt sjálfstraust siðblindra er, þá reyna þeir oft að „varpa“ sínum göllum yfir á aðra. Þeir geta ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér, eða nokkrum öðrum, að þeir gætu nokkurn tíma verið eitthvað annað en fullkomnir. Þú getur búist við því að siðblindi maki þinn saki þig um að ljúga, halda framhjá, ráðskast með sig og jafnvel beita sig ofbeldi. Í stuttu máli, munu þeir saka þig um allt sem þeir eru nú þegar að gera.

11. Sogar þig inn

Siðblindir einstaklingar elska drama! Þeir njóta þess að skapa og dreifa neikvæðum tilfinningum. Það gefur þeim tækifæri til að vera í sviðsljósinu og gefur þeim valdatilfinningu og heldur þér í heljargreipum og ójafnvægi.

Svo þegar þú loksins ert tilbúin/n að hætta í sambandinu mun siðblindi aðilinn gera sitt besta til að soga þig inn aftur eins kraftmikil ryksuga. Hann gæti hringt í þig grátandi og í örvæntingu eða hafa áhrif á tilfinningar þínar svo þér líði eins og þú sért tilneydd/ur til að hleypa honum að þér aftur.

12. Sigurvegarinn fær allt

Fyrir siðblinda eru öll samskipti við aðra, leikur. Þau eru ekki bara leikur sem þeir verða að vinna heldur er þetta líka leikur sem þú verður að tapa.

Þó það þýði að þú missir alla peningana þína þá er þinn fyrrverandi, ef hann er siðblindur, alveg til í það ef hann „vinnur“. Honum gæti jafnvel verið sama þó hann rústaði lífum barna ykkar. Sanngjörn skipti og friðsæll skilnaður er yfirleitt ekki möguleiki þegar siðblindur einstaklingur á í hlut.

Heimildir: yourtango.com


SHARE