5 merki um að þú sért á leiðinni í kulnun

Kulnun í starfi er eitthvað sem maður er farinn að heyra meira og meira um. Samkvæmt American Psychological Association er kulnun nú í sögulegu hámarki. Þeir telja ástæðuna vera blöndu af heilsukvíða og félagskvíða tengdum Covid-19. Þó að kulnun sé mest í umönnunarstörfum eins og hjá kennurum og heilbrigðisstarfsmönnun er farið að tala meira um að kulnun eigi sér stað þegar manneskja hefur orðið fyrir miklu vinnuálagi á erfiðum tímum.

Samsagt, ef allt hefur vaxið þér í augum í of langan tíma og ef þú ert að lesa þessa grein er líklegt að þú hafir einhverntímann íhugað hvort þú værir á leið í kulnun.

Kulnun er miklu meira en bara streita. Það er sambland af uppsafnaðri streitu, áreynslu og vonleysi sem erfitt er að skilgreina.

Hver eru algeng einkenni eða merki um að þú sért á leiðinni í kulnun eða ert kominn þangað nú þegar? Healthline.com ræddi við fjölda heilbrigðisstarfsmanna til að fá skýra mynd af því hvernig kulnun getur læðst inn í líf okkar og hvað er hægt að gera til að bregðast við henni.

Hvað er kulnun og hversu slæmt er það?

Kulnun er afleiðing langvarandi streitu, oftast (þó ekki eingöngu) streitu á vinnustað. „Ef starfsmanninum finnst vinnan sín yfirþyrmandi, hann vanmetinn og vanmáttugur til að gera breytingar á vinnu, kröfum og kúltúr vinnustaðarins er líklegt að manneskja geti farið í kulnun,“ segir Josh Briley sálfræðingur.

„Fólk með kulnun er mun líklegra til að fá kvíða, svefnleysi og þunglyndi. Viðvarandi streita eykur einnig líkurnar á ýmsum alvarlegum sjúkdómum,“ segir Josh. Hann bendir á að hár blóðþrýstingur, hjartavandamál, hátt kólesteról og sykursýki séu aðeins nokkrir af þeim sjúkdómum sem hafa verið tengdir við langvarandi streitu.

5 algeng merki um kulnun:

Ef þú hefur velt því fyrir þér hvort þú sért að nálgast kulnun, þá eru hér algeng merki, tilfinningar og einkenni sem þú gætir verið að upplifa.

1. Örmögnun

Að vera örmagna andlega getur birst sem líkamleg þreyta og slen sem getur gert það erfiðara að finna út hver grunn orsök kulnunar er. Venjulegir hlutir eins og að fara í sturtu eða elda mat, til dæmis, geta verið íþyngjandi og þér getur þótt ómögulegt að komast í gegnum langan vinnudag. Ef þú finnur fyrir meiri þreytu en venjulega eða ert ráðþrota um hvernig þú getur aukið orkuna þína er hugsanlegt að kulnun sé yfirvofandi.

2. Depurð og skortur má metnaði

Josh segir að kulnun haldist oft í hendur við kvíða og ótta í tengslum við starfið þitt. Sérstaklega eftir nokkurra daga frí.

„Ef þú ert að upplifa kulnun gætirðu komist að því að jafnvel eftir helgarfrí eða önnur frí er metnaður þinn og eldmóður áberandi lítil. Frestunarárátta eða ef þú forðast að taka að þér ný verkefni gæti verið annað merki um kulnun,“ segir Josh.

Það er alveg mögulegt að þér mislíki og viljir forðast kulnun en það eru alls ekki allir sem hafa gaman að öllu sem þeir gera í vinnunni. En ef þér finnast dagarnir sífellt erfiðari að komast í gegnum, gæði vinnu þinnar eru minni og þig er farið að kvíða fyrir að mæta í vinnu eftir frí er kulnun líklega í kortunum.

3. Erfiðleikar með svefn

Svefninn þinn er mjög mikilvægur hluti af heilsu okkar. Ef þú sefur illa getur það stuðlað að kulnun og kulnun getur haft áhrif á svefninn þinn og valdið vítahring eirðarleysis og svefnleysis. Nokkrir sérfræðingar sem talað var við, bentu á hvernig kulnun gæti gert það erfiðara að sofna og/eða sofa og þarf af leiðandi valdið höfuðverk, líkamlegri spennu og magavandamálum.

4. Óstöðugleiki þegar kemur að matarlyst

Samband okkar við mat getur sagt mikið til um hvort eitthvað sé í ólagi. Þó svo að fólk bregðist mismunandi við allskonar að aðstæðum en þegar kemur að mat, þá er lystarleysi og ofát yfirleitt merki um að eitthvað sé ekki í lagi.

Josh segir að þegar fólk er í kulnun, muni það „hafa áhrif á matarlystina. Sumir þrá mat sem veitir þeim huggun og fá miklu meiri matarlyst og aðrir missa alveg matarlystina, sérstaklega á morgnana fyrir vinnu.“

5. Neikvæðni og pirringur

Skapið er oft það fyrsta sem breytist í byrjun kulnunar. Þegar Healtline ræddi við Nicole O’Connor, sem er einn af stofnendum Headspace, sagði hún að neikvæðni og lágt sjálfstraust sé algengt hjá fólki á leið í kulnun. Ásamt því er algengt að fólk finni fyrir minni einbeitingu og afkastagetu.

Nicole segir að ef einhver sem er vanalega í góðu skapi upplifir sig meira pirraða/n og reiða/n geti það verið merki um að viðkomandi sé á leið í kulnun. Þetta getur haft áhrif á persónuleg og fagleg sambönd.

Heimildir: Healthline.com


Sjá einnig:

SHARE