15 leiðir til að útskýra kvíða

Distressed Anxiety Mood

Það getur verið erfitt að útskýra tilfinningarnar sínar fyrir fólki sem langar að skilja mann en getur það ekki. Það eru ótal margir sem að upplifa mikinn kvíða, meira en telst eðlilegt á hverjum einasta degi. Margir komast jafnvel ekki út úr húsi og fá reglulega kvíðaköst. Svo er til fólk sem upplifir bara smá kvíða, venjulegan og eðlilegan kvíða.

Ég hef verið þar, ég hef verið þar og ekki geta útskýrt né afsakað mig þegar að ég þurfti. Hér eru nokkrar útskýringar sem ég fann sem að mér þótti passa vel miðað við mína upplifun. Vonandi hjálpar hún einhverjum öðrum líka.

 1. Ímyndaðu þér að þú sért með klám eða eitthvað sjúklega óviðeigandi uppi á tölvuskjánum þínum og einhver kemur óvænt að þér og þú bara getur ekki ýtt nógu hratt á X takkann!
 2. Þegar að ég er kvíðin get ég ekki hugsað um neitt annað en það sem veldur kvíðanum, allt fer á sjálfstýringu. Allt verður kvöð og jafnvel bara að komast fram úr rúminu er þvílíkt erfitt
 3. Þegar að ég er kvíðin er hugurinn algjörlega hertekinn af því sem að er að angra mig, ég næ ekki að hugsa skýrt né rökrétt. Tilfinningarnar eru kaffærandi og mér líður eins og allt sé að fara á versta veg og það muni alltaf vera þannig. Ég get ekki hugsað framhjá því, ég get ekki séð að allt verði í lagi. Kvíði lætur mér líða eins og heimurinn sé að farast, að ég sé að farast þó það sé ekki þannig.
 4. Mér verður óglatt og mér líður eins og ég sé veik. Líkaminn minn er uppgefinn og það eina sem ég vill gera er að gráta eða sofa eða bæði. Ég veit ekki afhverju og jafnvel þegar að ég er búin að sofa og gráta þá líður mér samt eins og ég sé veik.
 5. Á minn eigin hátt, í mínum eigin hugsunum, hrædd við að fólk dæmi mig, finnst ég einskins virði, að bugast undan gömlum sálarsárum, í tilvistarkreppu og með allt of lágt sjálfsmat – Veltist ég um í sömu hringekjunni dag eftir dag, ár eftir ár. Takandi misgóðar ákvarðanir byggðar á slæmri sjálfsgagnrýni og brennandi reiði innra með mér – gagnvart sjálfri mér.  Og allt þetta skilar mér aðeins einu – stöðugum áhyggjum, neikvæðum hugsunum og hugmyndum.
 6. Mér finnst ég lömuð, ég get ekki látið mig gera eitthvað, jafnvel þó ég ætti að gera það. Ég á erfitt með að anda jafnvel þótt að ekkert sé að, ég kemst ekki fram úr rúminu þó að klukkan sé orðin 14. Ég get ekki gert annað en að hafa áhyggjur, þó að ég hafi enga stjórn á því sem gerir mig kvíðna, Ég get ekki losnað við kvíðatilfinninguna, þó það sé ekkert sérstakt sem er að valda henni!
 7. Mér líður eins og ég hafi enga stjórn á kvíðanum mínum. Suma daga vakna ég og mér líður ótrúlega vel, ég get tekið á móti öllu sem að dagurinn hefur upp á að bjóða. En innan við fimm mínútum síðar byrjar bróstkassinn að verða þungur, öndunin verður grynnri og mér líður eins og ég hafi verið að hlaupa 10 kílómetra á harðahlaupum! Ég svitna og hendurnar byrja að skjálfa út af yfirþyrmandi og óstjórnanlegum tilfinningum. Ég græt þegar að ég á einhver tár eftir og verð svo uppgefin að það eina sem mig langar að gera er að skríða strax aftur upp í rúm, hrædd um að þetta gerist aftur.
  Þetta getur gerst oft á dag eða á nokkurra daga fresti, stundum veit ég hvað veldur kvíðaköstunum en stundum bara veit ég það ekki – og það versta við það er að þetta getur gerst hvenær sem er, gefur manni engan fyrirvara  og það gerir mér erfitt fyrir að plana dagana mína og bara að koma mér út úr húsi yfir daginn.
 8.  Að vita að hugsanirnar þínar eru fáránlegar og að geta ekki stoppað þær.
 9. Kvíði er eins og öll vandamál heimsins liggi á herðum þínum og renni í gegn um hugann öll í einu. Öll vandamál fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar að troða sér í hugann þinn og ýta öllu öðru út.
 10. Kvíði er eins og 100 manns að gefa þér 100 skoðanir um líf þitt sem þú baðst aldrei um.
 11. Kvíði er óboðinn gestur í höfðinu á mér sem er ósýnilegur fólki sem er ekki með kvíða. Þau skilja hann ekki og afþví að þeim finnst lífið mitt líta vel út útávið líður mér eins og ég sé eitthvað biluð fyrir að upplifa það sem ég upplifi.
 12. Kvíði er eins og það liggi eitthvað ofan á mér, og við hverja útöndun þyngist það og það verður erfiðara að anda inn. Á sama tíma er eins og umhverfið sé að minnka í kringum þig.
  Þú reynir að kalla á hjálp því að það hlýtur einhver að geta tekið þessa þyngd af þér svo þú kafnir ekki, en það heyrir enginn – því þú ert einn.
 13. Að vera alltaf á brúninni, alltaf í viðbragðsstöðu tilbúin/n til þess að hlaupa í felur eða að berjast. Ofhugsa allar aðstæður og þurfa svo fullvissu um hugsanirnar – hvort þær séu rökréttar.
 14. Kvíðinn er eins og að þurfa alltaf að anda í gegn um ofursmátt rör. Að finnast maður ekki fá nóg súrefni – stöðugt hræðsluástand.
 15. Kvíðinn er stöðugur slagur við sjálfa mig. Þar sem ég efast sjálfa mig í hverju skrefi og kvíðinn er búinn að brengla rökhugsunina. Ég er ekki lengur viss hvaða rödd kemur hvaðan, hvort að það sé rökhugsunin mín eða kvíðinn minn að tala. Á meðan er ég að reyna að segja mér að allt verði í lagi eða öskrandi að reyna að komast lömuð úr klónum á skrímslinu sem að heldur mér fastri. svo enda ég með hausverk eða mígreni – yfir nærri því engu!

  Fyrir alla þá sem að upplifa kvíða!
  – Þó svo að við upplifum kvíða oft ekki eins er alltaf hægt að fá hjálp og yfirstíga hann. Talaðu við heimilislækni eða sálfræðing og leitaðu þér aðstoðar því að það er alltaf þess virði! Þú ert EKKI ein/n og þú þarft ekkert að fela. Fáðu aðstoð frá vin eða fjölskyldumeðlim ef þú þarft og reyndu að stíga þetta skref í átt að bata – alveg sama hversu oft þú þarft að reyna það. Æfingin skapar meistarann og einn daginn munt þú blómstra, laus við kvíðann og laus við efann. – Ég lofa.

  Greinina fann ég hér: https://mommyneedsvodka.com

SHARE