Madonna er djörf í nýjasta Harper´s Bazaar. Nauðgað þegar hún flutti til New York!

Ef að þú ætlar að kalla tímarit „Djarfa eintakið“,  þá er eins gott að setja Madonnu á forsíðuna.

Það gerði Harper’s Bazaar fyrir nóvemberblaðið þar sem að Madonna horfir ögrandi á hvern þann sem þorir að horfa á móti.

Klædd í leður með fullt af gullskartgripum og eldrauðar varir lítur Madonna út fyrir að vera voldugri en nokkru sinni fyrr.

p1862ek6ee1pkijg51rjg1uae13jg4

Sú staðhæfing fer vel saman við viðtal við hana þar sem að hún segir að það djarfasta sem að þú getur gert sé að segja sannleikann. Og það gerir hún þar sem að hún deilir með lesendum lífsreynslu sinni, meðal annars að flytja til New York, verða súperstjarna, skilja, trúnni og móðurhlutverkinu.

 

hbz-november-2013-madonna-agent-provocateur-2-xln

 

Í viðtalinu minnist hún þess að þegar hún var nýflutt  til NY var henni nauðgað á hrottafenginn hátt.

“New York var ekki eins og ég hélt að hún væri, hún tók ekki á móti mér með opnum örmum“. Fyrsta árið var mér ógnað með byssu, nauðgað á húsþaki, en þangað var ég dregin með hníf í bakinu og brotist var þrisvar sinnum inn í íbúðina mína. Ekki veit ég af hverju þar sem að ég átti ekkert verðmætt eftir að útvarpinu mínu var stolið í fyrsta innbrotinu“.

 

hbz-november-2013-madonna-bronze-xln-93005451

Í samanburði við það sem er að gerast í tónlistarheiminum í dag:Katy Perry mælir með að við öskrum „Roar“, Miley Cyrus að twerka,Lady Gaga í svanslíki með mannshöfuð og Britney Spears í eyðimörk, þá virðist Madonna vera haldin þöglu sjálfsöryggi eins og að hún þurfi ekki að taka það fram að hún er drottning tónlistarheimsins.

hbz-november-2013-madonna-reem-acra-xln

 

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”994T2-3hnk8″]

1368872_10151690871352339_1690837068_n

 

 

SHARE