Einhleypar konur hafa allar sínar ástæður fyrir því af hverju þær eru einhleypar. Sumar eru í ástarsorg, sumar vilja ekki binda sig og sumum tekst einfaldlega ekki að finna hinn eina sanna sálufélaga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Hver svo sem ástæðan er þá geta velmeinandi athugasemdir frá vinum og vandamönnum verið óþægilegar og í sumum tilfellum heldur ágengar.
Hér eru 50 spurningar sem einhleypar konur eru þreyttar á að svara.
1. Af hverju ertu einhleyp?
2. Af hverju ertu ennþá einhleyp?
3. Hvernig líður þér með að vinir þínir eru búnir að gifta sig?
4. Finnst þér gaman að vera einhleyp?
5. Viltu að ég komi þér á deit?
6. Hvað gerirðu á Valentínusardaginn?
7. Ertu einmana?
8. Ertu ekki að gera of háar kröfur?
9. Ferðu ein í bíó?
10. Hvernig er að fara ein út að borða?
11. Missir maður kynlöngunina?
12. Horfirðu á klám?
13. Hvað segja foreldrar þínir?
14. Ertu að valda þeim vonbrigðum?
15. Viltu ekki skella þér út á lífið með mér og kærastanum mínum svo við getum fundið einhvern handa þér?
16. Með hverjum ferðu á mótmæli?
17. Hvað gerirðu um helgar?
18. Hvað ertu oft á Tinder?
19. Hefurðu prufað Hinge? (Sem er enn eitt viðreynslu-appið)
20. Hvað með Grindr? (Nóg til af þessum öppum)
21. Hlustarðu oft á Drake? (Og verður ástsjúk)
22. Sendirðu fyrrverandi oft skilaboð?
23. Hvernig er að geta stundað kynlíf með hverjum sem er, hvenær sem er?
24. Notarðu getnaðarvarnir?
25. Hvað ferðu oft út að skemmta þér?
26. Íhugarðu aldrei að vekja meiri athygli á þér?
27. Vissirðu að Netflix kemur ekki í staðinn fyrir maka?
28. Hefurðu íhugað að þú gætir sjálf verið vandamálið?
29. Hefurðu heyrt um kattakonuna sem bjó bara með köttum?
30. Trúirðu á ást?
31. Verður þú ekki stundum leið?
32. Með hverjum ferðu í partí?
33. Ertu í alvörunni ekki að hitta neinn sérstakan?
34. Ertu búin að gefast upp?
35. Ertu búin að prufa OkCupid? (Endalaus markaður fyrir þessi öpp)
36. Er erfitt að kynnast fólki í bænum þínum?
37. Veistu hvað þú ert hugrökk?
38. Hvenær gefurðu þér tíma til að kynnast nýju fólki?
39. Ferðu oft á stefnumót?
40. Hvar heldurðu að þú eigir eftir að finna mann með þannig skapgerð?
41. Ertu dálítið mikið í vinnunni?
42. Af hverju heldurðu að þú sért ein?
43. Ferðu í ræktina?
44. Ertu að vonast til þess að þú og fyrrverandi náið saman aftur?
45. Trúirðu á sálufélaga?
46. Finnurðu fyrir þrýstingi frá foreldrum þínum að þú eigir að gifta þig?
47. Ertu viss um að þú getir elskað einhvern annan jafn mikið og sjálfa þig?
48. Hvenær varstu síðast í sambandi?
49. Hvað er langt síðan að þú stundaðir kynlíf?
50. Hver er ástæðan fyrir því að þú hefur ekki fundið hinn eina sanna?
Gefið okkur smá breik!
Heimild: Elite Dail
Skoðaðu einnig: