7 ára stúlka lést vegna afmælisblöðru sinnar

Niðurbrotin móðir, Channa Kelly, í Tennessee sagði frá því opinberlega að hún hefði misst 7 ára dóttur sína á hrikalegan hátt. Hún vill í kjölfarið vara aðra foreldra við, því stúlkan lést vegna sakleysislegrar afmælisblöðru.

Litla stúlkan, Alexandra Hope Kelly, sem hélt upp á 7 ára afmælið sitt þann 24. september síðastliðinn og mamma hennar keyptir risastóra helíum blöðru í regnbogalitum sem var 86 sentimetra há „sjöa“.

Að auki keypti hún 10 latex blöðrur með Roblox þema. Channa segist hafa gert sér grein fyrir því að þessar latex blöðrur gátu verið varasamar en sagðist hafa haldið að venjuleg helíumblaðra væri nú frekar saklaus.

Viku eftir afmælið sátu þær mæðgur saman og sprengdu allar latex blöðrurnar og eftir það spurði Alexandra hvort hún mætti ekki sprengja „sjöuna“ líka. Mamma hennar leyfði henni það og lagðist sem snöggvast upp í rúm. Þetta var á sunnudegi og hún tók sér smá „kríu“. Þegar hún kemur svo fram lá dóttir hennar á gólfinu, þar sem þær höfðu verið að sprengja hinar blöðrurnar og lá stúlkan á maganum. Channa hélt fyrst að dóttir hennar væri sofandi en sá fljótt að hún var með blöðruna á höfðinu andlitið niður. Hún tók blöðruna af höfði stúlkunnar, hringdi í neyðarlínuna og byrjaði endurlífgunartilraunir. Björgunaraðilar voru fljótir á staðinn en endurlífgun bar engan árangur.

Channa segist aldrei í lífinu hafa getað ímyndað sér að þessi blaðra gæti komist utan um höfuð Alexöndru litlu, en enn hefur dánarorsök ekki verið gefin upp. Talið er að annað hvort hafi verið um að ræða helíum-eitrun eða köfnun en það muni taka nokkra mánuði að rannsaka málið.

Channa segist hafa viljað deila þessari hræðilegu reynslu með heiminum í þeirri von að það geti hugsanlega bjargað lífi annars barns.


Sjá einnig:

SHARE