Hún vill vera öðrum víti til varnaðar – Varar við ljósabekkjanotkun

Tawny Willoughby fór í ljós 4-5 sinnum í viku þegar hún var í menntaskóla. Tawny, sem er 27 ára, greindist fyrst með húðkrabbamein þegar hún var 21 árs. En hún hefur verið í sífelldum meðferðum síðan. Hún birti mynd af sér á Facebooksíðu sinni til þess að vera öðrum víti til varnaðar. Með myndinni vildi hún sýna hvernig húðkrabbamein og meðferðin við því lítur út. Og þannig hvetja aðra til þess að láta ljósabekki og sólböð eiga sig.

Sjá einnig: Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól

Notaðu sólarvörn. Farðu í brúnkusprautun. Þú færð aðeins eina húð og þú verður að hugsa um hana. Ekki láta hluti eins og sólbrúknu koma í veg fyrir að þú fáir að sjá börnin þín vaxa úr grasi.

Stöðuuppfærslu Tawny hefur verið deilt yfir 50.000 sinnum .

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10101313872717447&set=a.656669653697.2212314.210612003&type=1&theater”]

Sjá einnig: Sólbrún fermingarbörn

SHARE