Seinasta stefnumótið okkar

Fyrir tæpum fimm árum greindist hún með brjóstakrabbamein. Hún barðist gegn því og vann það. Fimm mánuðum síðar minntist hún á bakverk, sem við ákváðum í upphafi að væri bara aldurinn að segja til sín, en fengum svo að vita að hún væri með krabbamein í hryggnum. Mánuði síðar kom krabbamein í ljós í mænuvökva hennar og aðeins nokkrum vikum síðar réðst það á heilann hennar.

Hún spurði hvort við gætum ekki átt eitt „stefnumót“ í viðbót. Það var það eina sem hún vildi. Það og stóran poka af bíópoppi og risastórt kókglas. Já og sjálfu. Það var allt og sumt. Svo það var það sem hún fékk. Það eru tvö ár síðan síðasta stefnumótið okkar átti sér stað og síðasta sjálfan var tekin með okkur tveimur og stóra bíópoppinu hennar.

Instagram will load in the frontend.

Við áttum samt fleiri daga eftir. Nítján daga ef ég á að vera nákvæmur, en ef ég man rétt var þetta í seinasta skipti sem við vorum bara tvö í þessu herbergi. Ef þú þekktir Rachel og hennar sögu myndirðu myndirðu vita að sjúkraherbergið hennar var aldrei autt. Oftar en ekki var meira að segja frekar fjölmennt. Fólk vildi vera með henni og það yljaði henni um hjartaræturnar, svo við leyfðum fólki bara að koma eins og það vildi. Það voru engir sérstakir heimsóknartímar.

Fólk vildi bara vera nálægt henni og það var svo gott fyrir hjarta hennar. Svo það er það sem við leyfðum. Við leyfðum fólki að koma. Hvenær sem er. Heimsóknartímar voru hunsaðir í herberginu hennar. Þú bara komst og fórst eins og þú vildir. Ef þú varst það heppin/n að koma til hennar, þá held ég að óhætt sé að segja að sýn þín á lífið hafi breyst að einhverju leyti.

En í nokkrar klukkustundir, þennan dag, fyrir tveimur árum, vorum við bara tvö, með poppið hennar. Við töluðum um svo margt. Allt. Allt sem þú getur ekki ímyndað þér að þú ræðir við manneskjuna sem þú ætlaðir að verða gamall með. Við ræddum um börnin. Svo mikið um börnin. Við ræddum um hvernig hlutirnir myndu verða þegar hún væri farin.

Við ræddum um framtíðina sem við héldum að við myndum eiga. Við ræddum um himnaríki og hversu geggjað það yrði. Við ræddum um þau 10 ár sem ég gekk á eftir henni og tæpu 10 árin sem við áttum saman. Við töluðum um allt sem við hefðum gert öðruvísi ef við hefðum vitað það sem við vissum í dag. Ég bað hana afsökunar á því að hafa ekki gert meira. Fyrir að finna ekki lausnina. Fyrir að hafa ekki getað lagað þetta. Fyrir að leyfa þessu að gerast hjá henni. Og með munninn fullan af poppi fullvissaði hún mig um, að enginn hefði nokkurn tíma barist meira fyrir hana og ég hafði gert. Og að ég mætti aldrei hugsa þetta aftur. Svo ég hef ekki gert það, því ég lofaði henni að ég myndi ekki gera það.

Ég baðst afsökunar á því að vera ekki betri eiginmaður. Fyrir að vera ekki meira til staðar. Fyrir að taka ekki betur eftir. Fyrir að hafa tekið hana og svo margt sem hún gerði fyrir mig sem sjálfsagðan hlut. Hún fullvissaði mig um að enginn hefði nokkurn tíma getað verið betri við hana, en ég. Og að ég mátti aldrei hugsa þetta aftur. Svo ég hef ekki gert það, því ég lofaði henni að gera það ekki. Hún sagði mér að halda áfram að lifa. Að finna á endanum ástina aftur. Að vera þolinmóður. Að hugsa vel um sjálfan mig. Að elska aðra vel. Að knúsa fólk lengur en venjulega. Að einbeita sér minna að vinnu og meira að augnablikum, að njóta augnablikanna og búa til góðar minningar.

Instagram will load in the frontend.

Hún sagði mér að skrifa meira og vinsamlegast að klára bókina mína. Að reyna að fá allt sem mig hefur nokkurn tíma langað í. Hún fullvissaði mig um að það væri í lagi að mistakast. Að það sé í lagi að renna stundum á rassinn og að henni þætti svo leitt að hún yrði ekki þarna til að hjálpa mér á fætur aftur. En hún sagði mér að ég yrði að standa upp aftur.

Instagram will load in the frontend.

Svo bað hún mig að gera mitt allra besta til að láta hana aldrei gleymast. Ekki vegna þess að hún vildi einhverja viðurkenningu eða frægð, Rachel var alveg sama um það. Heldur vegna þess að hún vildi að börnin okkar þekktu mömmu sína. Að þau vissu að hún hefði aldrei gefist upp á þeim. Að þau vissu að mamma þeirra var svo stolt af þeim og hún elskaði þau af öllu sínu hjarta. Að þau vissu að mamma þeirra hefði heilan her af fólki sem myndi gæta þeirra. Hún vildi bara að börnin okkar þekktu mömmu sína og hver hún var. Það er þess vegna sem ég er að deila þessu. Það er ekki fyrir mig. Það er ekki einu sinni fyrir þig. Það er fyrir börnin og Rachel, og Og vegna þess að ég lofaði henni að ég myndi gera það.

Instagram will load in the frontend.

Höfundur textans er Brandon Janous sem nýlega varð ekkill og þriggja barna faðir. Hann er frumkvöðull, rithöfundur og sögumaður, en uppáhaldshlutverkið hans er að vera „pabbi“. Hægt er að fylgja honum á Instagram.

Sjá einnig:

SHARE