Íslandsvinurinn Ben Affleck (48) byrjaði að safna skeggi í febrúar vegna hlutverks sem hann var að leika. Hann hefur nú látið skeggið fjúka og var töluvert ólíkur sjálfum sér þegar hann sást við tökur á myndinni The Tender Bar á dögunum.

Ben var klæddur í hafnaboltabúning og í appelsínugulum bol merktum The Dickens. Það er svo enginn annar en George Clooney sem leikstýrir myndinni.

Sjá einnig: Heidi Klum ber að ofan með gullhálsmen

Það hefur vakið athygli hvað Ben er ólíkur þeim Ben sem fólk á að venjast. Hann hefur greinilega lagt af og svo er hann búinn að raka allt skeggið af sér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here