Bleika slaufan 2013.

Bleika slaufan 2013 verður afhjúpuð í dag og hefst formleg sala hennar þriðjudaginn 1. október. Þetta er í fjórtánda sinn sem októbermánuður er tileinkaður fjáröflunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins Bleiku slaufunni til að berjast gegn krabbameinum hjá konum.

download

 

Í þeim aragrúa málefna og fjáraflana sem í boði er að styrkja á hverju ári er bleika slaufan átak sem að ég styð alltaf  og hef gert í mörg ár og hvet ég alla sem tök hafa á að festa kaup á bleiku slaufunni á þriðjudag. Undirrituð er búin að kíkja í pakkann þar sem að vinnustaður hennar er ein af fjölmörgum sölustöðum og slaufan er einstaklega falleg í ár.

Bleika slaufan sameinar það að vera fallegur skartgripur, fjáröflun fyrir þarft átak og áminning um baráttuna við þann vágest sem krabbameinið er.

Hvet ég konur til að panta sér tíma í legháls- og brjóstaskoðun, tímapantanir eru alla virka frá kl. 8.30-16.00 í síma 540-1919 hjá Leitarstöðinni í Reykjavík.  Skoðunartíma á landsbyggðinni má finna hér 

Í október mun ég bera bleiku slaufuna af stolti til minningar um ástkæra móður mína og aðra vini og kunningja sem lotið hafa í lægra haldi í baráttunni við krabbameinið.

SHARE