Bónus opnar netverslun

Bónus opnar vefverslun með vinsælu fatalínunni sem kom í nokkrar Bónus verslanir í haust merktum fyrirtækinu vegna mikillar eftirspurnar erlendis frá. Bónus gaf út fyrir nokkrum mánuðum nýja fatalínu með derhúfum, bolum og hettupeysum á sannkölluðu Bónus verði.

Fatnaðinn var einungis hægt að kaupa í nokkrum völdum Bónus verslunum. Nú hefur Bónus opnað netverslun þar sem að hægt er að versla fatnaðinn og fá pantanir sendar bæði erlendis og innanlands.

“Viðtökurnar við fatalínu Bónus hafa verið mjög skemmtilegar og farið fram úr okkar björtustu vonum. Við fáum næstum daglega fyrirspurnir um hvort að ekki sé hægt að fá varninginn sendan erlendis og einnig innanlands. Það er einstaklega ánægjulegt að geta orðið við þessum óskum með nýju netverslunni. Þar sem að okkar kjarnastarfsemi er sala á matvöru á hagstæðu verði en ekki sala og dreifing á fatnaði ákváðum við að leita til Górilla vöruhús sem að sér um dreifingu og pantanir fyrir okkur.

Nú geta viðskiptavinir pantað sér hátísku derhúfu, peysu eða boli með gamla eða nýja grísnum og fengið sendan út um allan heim.” segir Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus.

Skoðið úrvalið á vefverslun Bónus

SHARE