Chris Rock bauð Jada Pinkett Smith á stefnumót

Jada Pinkett Smith hefur greint frá því að Chris Rock hafi boðið henni á stefnumót þegar orðrómurinn um skilnað hennar og Will Smith byrjaði að ganga.

Í nýju viðtali sem Jada mætti í hjá People sagði hún frá því að þau Will hefðu verið skilin á borði og sæng í 6 ár þegar atvikið á Óskarsverðlaunaafhendingunni átti sér stað. Í þessu viðtali var hún líka spurð að því hvort hún hefði eitthvað heyrt í Chris eftir þetta eftirminnilega atvik. Hún svaraði: „Hef ég einhverja þörf á að heyra í honum? Hér er það sem mig langar: Ég vil að allur misskilningur í kringum þetta verði leystur og það geti orðið friður.“

Jada segir líka frá því að Chris hafi boðið henni út á stefnumót þegar sögur um skilnað hennar og Will var í hámæli. „Hann hringdi í mig og sagði „Ég væri mjög til í að fara með þér á stefnumót“ og ég svaraði: „Hvað meinarðu?“ og hann sagði: „Eruð þið Will ekki að skilja?“ Ég svaraði því með því að segja honum að það væri ekki satt og þetta væri bara orðrómur. Hann varð alveg miður sín og baðst innilega afsökunar og þar við sat,“ segir Jada í viðtalinu.


SHARE