Dánarorsök barnabarns De Niro orðin ljós

Við sögðum ykkur frá því á dögunum að Robert De Niro hafi misst barnabarn sitt, hinn 19 ára gamla Leandro De Niro Rodriguez. Móðir unga drengsins sagði frá andláti hans á samfélagsmiðlum og nú hefur dánarorsök drengsins verið gerð opinber.

Leandro hafði keypt einhver lyf og án þess að hann vissi, voru pillurnar blandaðar með Fentanyl og var það, það sem dró drenginn til dauða.

Móðir hans skrifaði á samfélagsmiðla: „Einhver seldi honum þessi lyf, vitandi að þau væru blönduð með fentanyl-i. Svo fyrir alla þá sem eru þarna úti að kaupa og selja þessi helvítis lyf, vil ég segja þetta: Sonur minn er farinn að eilífu“


SHARE