Davíð Leó hefur barist eins og ljón – Nú er eina ósk hans að komast í fjölskylduferð

Lífið getur svo sannarlega verið ósanngjarnt og sumt getur maður ekki skilið. Þegar ég sá þessa færslu á Facebook fékk ég gæsahúð og tár í augun og mér fannst ég eiga að deila þessu með lesendum okkar hérna á Hún.is. Davíð Leó er ekki nema 16 ára gamall og hefur þurft að berjast við krabbamein sem hann þarf að játa sig sigraðan fyrir. Hann er nýorðinn 16 ára og það eina sem hann langar er að fara til útlanda með fjölskyldunni sinni.

Hér er textinn við færsluna á Facebook:

Davíð Leó á það svo skilið að komast erlendis sem allra fyrst. Hér kemur texti sem skýrir stöðu elsku Davíðs Leós og fjölskyldu hans ❤ :

“Dásamlegu ættingjar og vinir.

Þannig er mál með vexti að ég hef verið í bakvarðasveit ungs manns sem var haldið upp á 16 ára afmælið (16 mars/fæddur 5. feb). Síðastliðin 2,5 ár hefur þessi elska Davíð Leó barist eins og sannur ljónakonungur, af æðruleysi og krafti við krabbamein. Þetta hefur óneytanlega sett unglingi miklar skorður sem hann hefur ekki kvartað yfir heldur barist við sársauka, ógleði, aðgerðir og annað sem enginn unglingur ætti að þurfa að glíma við. Nú er svo komið að því miður er ekki hægt að gera meira fyrir hann, annað en að bæta lífsgæði þessa flotta unga manns. Eins og áður sagði var haldið upp á 16 ára afmælið (er fæddur 5. febrúar en loksins haldið upp á það, 16. mars þar sem hann var en í meðferð þann 5.feb) og það eina sem hann langar er að fara til útlanda með fjölskyldunni sinni.

Ef þú ert aflögufær og vilt styrkja þessa dásamlegu hetju sem hefur staðið keikur og haldið áfram við ótrúlegar aðstæður þá er hér reikningsnúmer mömmu hans. ( Vala Rut)

Kt: 251279-4979 bnr 140-26-025522

Hér að neðan er

IBAN-IS810140260255222512794979

SWIFT- NBIIISRE

Eða aur – sendiði mér endilega línu ❤️


Sjá einnig:

SHARE