Söfnun fyrir Valgeir – Ungur maður sem kerfið brást algjörlega

Sláandi færsla var birt á samfélagsmiðlum í gær. Valgeir er með fíknisjúkdóm sem hefur gert honum lífið mjög erfitt. Hann missti móður sína úr krabbameini og bróðir hans tók sitt eigið líf svo hann hefur ekki átt sjö dagana sæla. Hann missti útlimi vegna sýkingar sem hann fékk og hefur misst tennur svo mikið uppbyggingarferli þarf að fara í gang.

Hér er það sem var skrifað við færsluna á Facebook:

Þetta er hann Valgeir minn….

Hann, eins og svo margir aðrir er einn af þeim sem kerfið hefur brugðist. Valgeiri kynntist ég þegar við hófum nám saman í Háskóla Íslands. Við Valgeir ætluðum okkur að sálfræðimennta okkur. Valgeir átti áfallasögu að baki, hann missti móður sína úr krabba, bróðir hans tók sitt eigið líf og fíknin sigraði hann.

Þegar ég kynntist Valgeiri þá var hann svo einbeittur að því að aðstoða aðra og gera heiminn betri.

Fyrir rúmum tveimur árum þurfti ég síðan að loka á hann. Hann missteig sig og fjandinn var laus. Það var tímabundið “gaman” hjá honum, en til lengdar, eins og allir hjálparlausir fíklar vita var þetta helvíti á jörðu. Fyrir fíkla er takmarkaða hjálp að fá.

Síðastliðið haust (2023) komst Valgeir loks í meðferð, en eins og flestir vita þá færðu ekki þangað inn með neyslusögu að baki og fyrr um meðferðir, þú ferð aftast á biðlista.

Valgeiri tókst með þrautsegju að halda sér á beinu brautinni en nældi sér í lungnabólgu í febrúar. Sökum fyrri áreynslu á líkama og taugar var Valgeir viðkvæmur fyrir. Hann fékk í kjölfarið sýkingu í blóðið.

Sýking sem varð að drepi í fingrum og tám. Algjörri eyðurlagningu á tönnum og fleiru sem meðalmanni þykir nauðsyn að hafa. Hann missti þá vissa útlimi sökum þessa.

Styrktarsöfnuður hefur því verið stofnaður í nafni Valgeirs. Til byrjunar þarf hann að láta endurnýja í sér tennurnar sem kostnaðarsamt er og í kjölfarið margt annað svo honum sé fært að lifa sem “Meðal – Jón” að nýju.

Þeir sem sjá sér fært til styrktar:

2200-26-777771, kt.220888-3209

Deilið að vild 🙂


Sjá einnig:

SHARE