Elsku mamma

Elsku mamma, nýbökuð eða ekki – þessi er handa þér.

Ég veit að þú ert þreytt, bæði á líkama og sál.
Ég veit að þú klikkaðir á hinu og þessu í dag – og í gær.
Ég veit að þú færð stundum samviskubit.
Ég veit að stundum vakir þú miklu lengur en þú ættir að gera.
Ég veit að stundum langar þig bara að skæla.
Ég veit, ég veit, ég veit!

Ég veit það afþví að við upplifum það allar á einhverjum tímapunkti.

Við gerum kannski ekki allt sem við ætlum okkur að gera á daginn, en það þýðir ekki að okkur hafi mistekist, það þýðir að við gerum það seinna. Við gerum alltaf okkar besta, þó að ,,okkar besta” í dag sé mun fyrirferðaminna heldur en ,,okkar besta” í gær.

Við fáum allar þetta samviskubit, eða það sem að ég kýs að kalla ,,mömmviskubit” – og það er gott! Trúðu mér! En Það getur líka verið slæmt.
Mömmviskubitið okkar er fullkomið tækifæri til þess að minna sig á það að við erum alltaf að gera okkar besta, mömmviskubitið drýfur okkur oft áfram í að vera enn betri útgáfa af okkur sjálfum en við vorum, mömmviskubitið er tækifæri til þess að rifja upp gildin okkar.
Mömmviskubitið verður eitur þegar að það er stöðugt niðurrif og það er ekki í boði að lifa við þannig aðstæður. Þú myndir aldrei gagnrýna bestu vinkonu þína eins og þú gagnrýnir þig – þannig að hættu því og vertu besta vinkona þín! (belíf jú mí, það þarfnast mikilla æfinga og gerist ekki strax – maður þarf bara að æfa sig)

Allar höfum við upplifað það að sofa ekki nóg, að stela af tímanum sem við ,,ættum” að vera farnar að sofa á til þess að eiga smá tíma fyrir okkur, horfa á þátt, fara í bað, lesa eða að sinna áhugamálunum okkar. – Það er eðlilegt. Hvað þá þegar að við erum ekki búnar að sinna öllum hinum skildunum okkar fyrr en seint á kvöldin.

Stundum langar okkur bara að skæla! Hvort sem að barnið er ný fætt eða 35 ára gamalt, við erum alltaf mömmur og við viljum alltaf bara það allra besta fyrir börnin okkar. Stundum þurfum við bara að skæla, hvort sem að það er úr ást eða einhverju öðru- það ER oft mjög erfitt að vera mamma og við MEGUM gráta!

Þetta er enginn lausnar pistill, ekki pistill þar sem að ég færi ykkur lausnina á silfurplatta – þó svo að ég myndi að sjálfsögðu gera strax ef ég vissi hana. Þessi pistill er skrifaður með þá von að Þú, elsku mamma sem að ert að eiga erfiðann dag munir að við erum allar í sama pakkanum.

Von mín er sú að við getum frætt, deilt með og aðstoðað hvora aðra með þessari vitneskju sem við höfum fengið. Þá er ég ekki að meina að við segjum þeim hvernig ,,á” að gera hitt og þetta – EKKI fara í þann pakka, en að við hættum að bera okkur saman við óraunhæfar staðalímyndir, hættum að bera okkur saman við hvora aðra og höldum bara áfram að gera það allra besta sem við getum gert!

Það veit ENGIN okkar hvað hún er að gera eða hvernig er ,,best” að ala upp barn, við (afsakið orðbragðið.. samt ekki) fokkum ALLAR upp OFT og mörgum sinnum og við glímum allar við sama fjandans samviskubitið!

Afhverju?

Afþví að við erum allar að ströggla við það sama!  – að vera besta mamma sem við getum verið fyrir börnin okkar.

Við komum í öllum stærðum og gerðum og vandamálin eða ástæðurnar geta verið allskonar og þurfa alls ekki að vera þær sömu eða jafnvel líkar. Við eigum að sýna samkennd og stuðning, rétt eins og við viljum sjálfar fá þegar að okkur líður ekki vel.

Kunningjakona mín deildi mynd af sér og syni sínum um daginn þar sem að þau voru að eiga stund saman bara tvö á skíðum, ótrúlega sátt og dugleg og ég fór strax að hugsa ,,Ohh, ég vildi óska þess að ég gæti boðið Argintætu upp á svona, bara ég og hún að skíða..”
Mér fannst þessi kunningjakona mín vera miklu betri mamma en ég – Í heilt augnablik.
Því að ég mundi mjög fljótlega að fyrir það fyrsta, ég kann bara alls ekki að skíða! – og svo það að við Argintæta eigum alveg hreint dásamleg augnablik þar sem að við erum að gera allt öðruvísi hluti!

Hvernig væri það ef að ég hefði dröslað okkur mæðgum upp í einhverja brekku á skíði, sem að hvorug okkar hefur nokkurt vit á já og áhuga (ennþá) til þess eins að reyna að verða jafn góð mamma og ég vildi óska að ég væri?
Ég myndi sennilega fótbrjóta mig á báðum og krakkinn myndi ALDREI þora að renna sér niður með mér – en það er önnur saga.

Við erum alltaf að bera okkur saman við aðrar mæður, hvort sem að það eru mömmur sem að fá slit eða mömmur sem að fara með börnin sín aðra hvora helgi til útlanda til að skoða heiminn.
Við tökum ekki eins oft inn í myndina okkar eigin aðstæður og getu.

Ég lofa ykkur því að börnunum ykkar er alveg slétt sama um þessa mömmu sem að fer út á Tene 6 sinnum á ári,
Tene mamman vildi óska þess að hún væri betri og mamman sem fékk engin slit vildi óska þess að hún gæti borið fallegu, fallegu tígrisdýra rendurnar eins og mömmurnar sem að fengu slit.

Börnin okkar þurfa bara okkur, þau þurfa skjól og mat og OKKUR!
Við þurfum að vera í lagi fyrir þau, við þurfum að vera sáttar og með raunhæfar kröfur á okkur fyrir þau. Við erum nóg!

Það er eitt að láta sig dreyma um að geta farið með barnið sitt að skoða heiminn, en ef þú ert ekki á þeim stað í dag – þá skaltu muna hvað þú hefur annað að bjóða barninu þínu og sjálfri þér þar til að þú kemst að markmiðinu þínu.

Þetta er erfitt, en þetta er svo miklu léttara þegar að við stöndum saman og elskum, grátum, bugumst, brjálumst, hlægjum og mömmumst eins og við best getum og kunnum! Við erum jú allar í sama pakkanum!

Skoðaðu einnig:

SHARE