Fallegt: 101 árs amma heldur á nýjasta afkomandanum

Rosa Camfield hefur átt líflegt og viðburðaríkt líf og á fullt af dýrmætum minningum. Lífið hennar hefur vitaskuld ekki verið án áfalla en hún hefur alltaf lagt áherslu á að einblína meira á jákvæðu hliðar lífsins.

Þessi mynd af Rosu var seinasta myndin sem tekin var af henni en á myndinni heldur hún á tveggja vikna gömlu langömmubarni sínu, Kaylee, en á milli þeirra er 101 árs aldursbil. Rosa hélt á litla barninu sem svaf í örmum hennar. Rétt eftir að barnið var tekið úr fangi hennar lést gamla konan, södd lífdaga.

Þessi fallega mynd hefur farið víða um internetið enda einstaklega táknræn mynd um upphaf og endi og nýjar kynslóðir.

SHARE