Fólk hefur notað orð eins og „ógeðslegt“

Meðganga getur verið ánægjulegasti tíminn í lífi hverrar konu, en stundum getur meðgangan reynt allverulega á. Það getur verið að konur fái athugasemdir um kúluna og það er eitthvað sem Eliana Rodriguez (29) fékk að finna fyrir á eigin skinni.

Hún eignaðist sitt annað barn í júní, dreng, sem fékk nafnið Sebastian. Þegar hún gekk með hann fékk hún athugasemdir eins og: „Þú lítur út fyrir að ganga með tvíbura!“ og „Þú hlýtur að vera með verki í bumbunni!“

Vissulega geta óléttubumbur gefið til kynna allskyns heilsufarsvandamál, en í öðrum tilfellum er allt mjög eðlilegt hvernig sem kúlan lítur út.

Eliana segir að börnin hennar hafi verið frekar stór á meðgöngunni svo þetta kom henni ekki á óvart. „Fyrsta meðgangan mín var nákvæmlega eins og þessi seinni,“ en bætir við að hún hafi verið aðeins meira krefjandi því hún var að eiga við blóðleysi. Það kom Eliana á óvart hvað fólk gat komið með dónalegar athugasemdir um óléttubumbuna hennar. Hún segir að hún hafi ekki tekið það mjög nærri sér þegar fólk var með leiðindi á netinu en svo þegar fólk var að koma með athugasemdir beint við hana tók hún það nærri sér. Fólk hefur notað orð eins og „ógeðslegt“ og hún yrði að láta „athuga hvort að það væru ekki örugglega tvö börn þarna inni“ og hvers vegna hún væri svona „risastór“.

Annað sem kom Eliana líka verulega á óvart var hversu margar af þessum neikvæðu athugasemdum komu frá konum. En hélt alltaf andlitinu og svaraði aldrei með leiðindum. Vanalega sagði hún: „já ég er risastór og það er erfitt“ og hefur alltaf valið að vera kurteis og almennileg við alla sem voru með leiðindi.

„Óháð því hvort manneskja er ófrísk eða ekki þá hef ég alltaf sagt að ef þú hefur ekkert gott að segja, þá sé bara best að þegja,“ sagði Eliana. „Þess vegna hef ég bara verið jákvæð og tekið hlutunum vel því það er alveg nóg af hatri og neikvæðni allsstaðar.“

Sebastian var bara 3700 gr og 52 cm þegar hann kom í heiminn.

Sjá einnig:

SHARE