Fyrsta Barbie-dúkkan með Downs heilkenni kemur á markað

Barbie hefur verið framleidd frá því 9. maí 1959 af fyrirtækinu Mattel.

Fyrsta Barbie dúkkan var eins og þessi hér að ofan en hægt var að fá hana með dökku og ljósu hári.

Seinustu ár hefur verið svolítið í brennidepli umræðan um að Barbie sé ekki í eðlilegum hlutföllum og engin kona geti nokkurn tímann verið vaxin eins og Barbie. Mattel hefur svarað þessari gagnrýni með því að koma með öðruvísi dúkkur á markaðinn, t.d. með fatlanir og nú er komin Barbie með Downs heilkenni.

Dúkkan var unnin í samstarfi við US National Down Syndrome Society og Ellie Goldstein sem er fyrirsæta sem er með Downs heilkenni. Þetta er kannski allt að koma. Elskum fjölbreytnina!


Sjá einnig:

SHARE