Græna dressingin

Það er æðislegt að eiga eina svona dressingu sem hentar með nánast hverju sem er. Þessi dressing er frá Matarlyst og er góð með öllu t.d lambi, kjúkling, fisk og salati bæði sem dressing/sósa og til að marenera áður en sett er á grillið.

Hráefni

3 msk rifið engifer
1 msk pressaður hvítlaukur
1 búnt steinselja
200 g hunang
4 msk dijon sinnep
500 ml olivu olía ljós
1 tsk sjávarsalt
1 tsk nýmalaður pipar

Aðferð

Skrælið engifer og rífið það niður með rifjárni pressið hvítlaukinn og setjið í matvinnsluvél ásamt öllum hinum hráefnunum, maukið saman. Smakkið til ef þarf með salti og pipar.

Dressingin geymist vel í ískáp í nokkra daga.


Sjá einnig:

SHARE