Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles) 

Smákökur úr smiðju Eldhússystra

Gerir u.þ.b. 60 smákökur 

2,5 dl kakóduft 
5 dl sykur 
1,25 dl matarolía 
4 egg 
2 tsk vanilludropar 
5 dl hveiti 
2 tsk lyftiduft 
½ tsk salt 

1,5 dl flórsykur 

Blandið saman í skál kakói, sykri og olíu. Hrærið eggjunum saman við, einuí einu og bætið svo vanilludropunum við. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu og hrærið út sykurhræruna. Setjið plastfilmu yfir deigið og kælið í nokkra klst. 

Setjið ofninn á 175°c. Rúllið deiginu í litlar kúlur (ekki pínulitlar þó). Rúllið hverri kúlu upp úr flórsykri og setjið svo á ofnskúffu. Bakið í 10 – 12 mínútur. 

SHARE