Hefur ekki séð börnin í meira en ár

Britney Spears hefur ekki séð syni sína í meira en ár eftir að þeir settu út á birtingar hennar á nektarmyndum á samfélagsmiðlum. Hún svaraði því með því að birta þessa mynd.

„Í lok sumars 2022 var spennan orðin svo mikil á milli þeirra að strákarnir voru ekki einu sinni að svara skilaboðum frá henni og hún varð brjáluð,“ sagði Katie Hayes í heimildarmynd TMZ sem ber nafnið TMZ Investigates: Britney Spears: The Price of Freedom.

Heimildarmaður staðfesti við Page Six að Britney hafi ekki hitt syni sína Sean Preston (17) og Jayden (16) síðan í byrjun árs 2022, áður en hún gekk að eiga Sam Asghari.

Það var svo í ágúst árið 2022 sem Jayden gagnrýndi hæfileika mömmu sinnar sem foreldri: „Ég held að mamma hafi átt erfinn með að sýna okkur athygli og sýna okkur jafna ást. Mér fannst hún ekki sýna Preston nógu mikla alúð og mér fannst það mjög leiðinlegt.“

Samkvæmt föður drengjanna, Kevin Federline, hafi það alls ekki bætt ástandið neitt að hún hafi alltaf verið að birta af sér nektarmyndir. „Ég hef reynt að útskýra fyrir þeim að þetta sé kannski bara ein af hennar leiðum til að tjá sig. En það er auðvitað ekki að breyta því hvernig þetta fer með þá. Þetta er erfitt. Ég get ekki ímyndað mér að vera unglingur og þurfa að mæta í skólann og allir viti hver mamma þeirra er.“

Stuttu síðar sagði Spears að hún væri mjög leið vegna þess hvernig Jayden talaði um hana í fjölmiðlum. „Það hryggir mig mjög að vita hvernig Jayden sagði það opinberlega að ég væri ekki að mæta væntingum hans sem móðir… kannski getum við einn daginn hist, auglitis til auglitis og talað um þetta á opin hátt.“


Sjá einnig:

SHARE