Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?

Ég veit að það er gott að geta fundið einhvern að skella skuldinni á. Bara dásamlegt að vera stikkfrír því heimurinn er svo flókinn fyrir okkur. Okkur tekst ekkert og fáum aldrei tækifæri. Við eigum ekki það líf sem við héldum að við myndum eiga á þeim aldri sem við erum á, við eigum ekki skemmtilega vini, við eigum erfið börn. Við erum í deilum við fjölskylduna en það er af því að þau eru svo vitlaus, ég sem hef alltaf gert allt fyrir alla. Það er gott að geta verið fúll út í makann fyrir að sinna okkur ekki eins og við „þurfum“, hann er aldrei til staðar, hann er hættur að segjast elska okkur, sýnir okkur enga athygli og okkur finnst „hann“ vera að klúðra sambandinu okkar.

Sjá einnig: „Allir“ eru að gera svo skemmtilegt nema ég

En hvað erum við að gera til að laga málin? Hvert er okkar innlegg inn í þetta erfiða líf?
Það er gott að vera ábyrgðarlaus, því það er svo gott að geta skellt skuldinni á aðra, og verið fúll, svekktur, misskilinn, og óánægður ÞAR TIL … þú uppgötvar hvað það er gott að bera ábyrgðina á sjálfum sér.

Fórnarlambshugsun er orkuþjófur þó við höldum að við séum að spara orku með því að vera stikkfrí og allt er öðrum um að kenna. Það er orkuþjófur að vera með símalandi rödd í höfðinu sem minnir okkur á hvað við fáum ekki og upplifum það sem við eigum rétt á.

Hugsunarhátturinn er sennilega það mikilvægasta í þessu samhengi, þar sem engin breyting verður nema breyting eigi sér stað. Við þurfum sjálf að skoða hvað við getum gert til að laga það sem laga þarf, samskipti við aðra, finna okkar eigin tækifæri, hitta vini okkar, gefa okkur að börnunum okkar.

Sjá einnig: Hún var kölluð „Djöflabarnið“ þegar hún var lítil –

En það er svo dásamlega frelsandi að taka ábyrgð.
Prófaðu þó ekki væri nema í einn dag að ákveða að allt sem þú gerir í dag og allt sem þú upplifir berð þú ábyrgð á, samskipti þín við aðra, það sem þú framkvæmir, það sem þú hugsar, það sem þú heyrir og hlustar eftir.

SHARE