Kate Moss mætti í skósíðum netakjól í afmæli

Margir lesendur erlendra slúðurtímarita hafa orðið varir við illdeilur Justin Biebers og Orlando Blooms upp á síðkastið en það sauð upp úr milli drengjanna í afmæli hjá fatahönnuðinum Riccardo Tisci á Ibiza í síðustu viku. Mikið hefur verið fjallað um atburðinn víða um heim en í sjálfri afmælisveislunni reyndi Orlando að slá til Justin.

Afmælisveislan var ekki af verri endanum og var teitið stjörnum prýtt þar sem andlit á borð við Kate Moss og Kanye West létu sjá sig. Kanye West mætti með konu sinni Kim Kardashian sem er þekkt fyrir að vekja athygli fyrir klæðaburð sinn þar sem hún klæðist yfirleitt fatnaði sem ýtir undir kvenlegan vöxt hennar.

Kate Moss vakti þó í þetta sinn meiri athygli fyrir klæðaburð sinn því hún mætti í skósíðum, gegnsæjum, svörtum netakjól í klædd grænu bikiníi innan undir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kate klæðist þessum kjól en hún vakti einnig athygli fyrir hann á tískuvikunni í Bretlandi árið 2011.

riccardo-tisci-kate-moss-kim-naomi-kanye-vogue-4aug14-instagram-db_b_426x639 riccardo-tisci-kate-moss-vogue-4aug14-instagram_b_426x639

SHARE