Dóttir Kim Kardashian og Kanye West varð eins árs á dögunum og héldu foreldrar hennar heljarinnar afmælisveislu í anda tónlistarhátíðarinnar Coachella. Þemað í afmælinu var Kidchella og var haldið í bakgarðinum hjá systur Kim, Kourtney Kardashian.

Það má segja að öllu hafi verið til tjaldað enda gátu gestir fengið far í parísarhjóli, hoppað í hoppukastala og fengið að syngja á sviði. Litlu systur Kim þær Kendall og Kylie Jenner stálu svo sannarlega senunni þegar þær stigu á svið ásam syni Will Smith og varasungu með hverju laginu á fætur öðru gestum til mikillar ánægju.

SHARE