Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Krabbinn

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Kynferðislegur stíll: „Krabbinn hoppar ekki bara upp í rúm með hverjum sem er,“ segir Phyllis. „Hinn tilfinningaríki Krabbi vill oftast vera í sambandi og þegar þú ert komin/n í sigtið, er hann ekki að fara að sleppa þér.“

Þessir ákafu, alvarlegu, ráðríku elskendur einbeita sér að einum bólfélaga til að láta allar sínar fantasíur rætast. Þó þeir séu oft feimnir í upphafi eru þeir blíðir og innilega ástríkir þegar þeim líður vel.

Passar best við kynferðislega: Nautið, Meyjan, Steingeitin, Sporðdrekinn og Fiskurinn.

Það sem kveikir í Krabbanum: Fullt af mat og mikið traust. Ef þú eldar æðislega máltíð handa Krabbanum og lætur hann vita að hann getir treyst þér, verður hann kannski þinn að eilífu.

Það sem kemur Krabbanum úr stuði: Hvað sem þú gerir, ættir þú ekki að særa Krabbann eða halda framhjá honum Krabbinn er mjög viðkvæmur og það er auðvelt að móðga hann. Hann er með besta minnið af öllum stjörnumerkjunum og hann mun aldrei gleyma því sem særir hann.