Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Kynferðislegur stíll: Það vita það allir að Sporðdrekinn er svolítið villtari en gengur og gerist, en það vita ekki allir að hann er mjög greindur villingur. Hin dularfulli, ákafi Sporðdreki er oft til í tuskið en hann velur frekar skírlífi en innihaldslaust kynlíf. Hann er frekar til í fjölbreytt kynlíf en 20 mínútur af trúboðastellingunni.

„Það verður að vera meira en bara kynlíf og ást hjá Sporðdrekanum,“ segir Phyllis. „Það verður að vera sterkari tenging.“ Sporðdrekinn hefur annað hvort engan áhuga á þér eða einbeitir sér eingöngu að þér. Þegar hann hefur valið þig, mun hann sýna þér ódauðlega ást og erótík. Ef þú ætlar að vera með Sporðdreka verður þú að vinna í úthaldinu og undirbúa þig.

Passar best við kynferðislegaKrabbinn, Fiskurinn, Tvíburinn, Vogin og Vatnsberinn.

Það sem kveikir í Sporðdrekanum: Skilningur. Um leið og þú veist hvað Sporðdrekinn þinn vill, gerðu það þá. Ef þú ert forvitin/n um bindingar þá er Sporðdrekinn örugglega til í að prófa svoleiðis hluti með þér. Sporðdrekar eru ekki feimnir við smá „kinky“ tilraunir.

Það sem kemur Sporðdrekanum úr stuði: Neikvæðni, fáviska og ágengni. Ef þú ert að hugsa um eða að reyna að taka stjórnina af Sporðdrekanum mun hann sparka þér út.