Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Vatnsberinn

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Kynferðislegur stíll: Það getur enginn fest þessa frjálslegu sérvitringa niður. Loftmerkin eru ekki öll eins en það eina sem þau eiga sameiginlegt er gáfnafarið. Kynþörf Vatnsberans eykst ef hann væri vitsmunalega örvun og þá er hann til í að prófa hvað sem er.

Vatnsberinn fer hægt af stað í kynlífinu en verður mjög ástríðufullur og mun koma þér á óvart. Þú getur samt aldrei „eignað þér“ hinn einræna Vatnsbera, því hann mun alltaf halda einhverju fyrir sig.

Passar best við kynferðislega: Tvíburinn, Hrúturinn, Ljónið og Bogmaðurinn.

Það sem kveikir í Vatnsberanum: Samtöl, óvenjulegir persónuleikar, vitsmunaleg iðja. Hann er ekki að flækja hlutina fyrir sér og elskar allskonar skemmtilegheit í svefnherberginu.

Það sem kemur Vatnsberanum úr stuði: Ef þú ert hefðbundin týpa sem átt ekki flippaða hlið, er Vatnsberinn ekki spenntur. Ekki reyna að festa hann niður. „Ef Vatnsberinn heldur að þú sért að fara að taka af honum frelsið, mun hann flýja,“ segir Phyllis.