Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Nautið

Nautið

21. apríl – 21. maí

Kynferðislegur stíll: Nautið vill láta gefa sér mat og drykk og draga sig á tálar. Það á það til að vera lengi að ákveða sig en þegar það hefur ákveðið að þú sért rétta manneskjan fyrir það, vill það bara þig og aðeins þig. Áreiðanlega og afslappaða Nautið elskar ástríðufullt og einfalt kynlíf og þegar kynorkan er farin að flæða getur Nautið verið að alla nóttina.

Passar best við kynferðislega: Meyjan, Steingeitin, Krabbinn, Sporðdrekinn og Fiskur.

Það sem kveikir í Nautinu: Nautið lætur tælast með hefðbundnum leiðum og segir Phyllis að fín rúmföt, blómvöndur, vínflaska og Barry White munu kveikja í Nautinu. Gallinn getur verið sá að þér gæti fundist þú vera stödd/staddur í ástarbíómynd frá sjöunda áratugnum, en plúsinn er að Nautið mun örugglega rífa sig úr að ofan á fyrstu 10 mínútunum.

Það sem kemur Nautinu úr stuði: Ef þú tekur á móti Nautinu í búning eða ýtir því upp að vegg mun það líklega hlaupast á brott. Nautið er jarðmerki og frekar hefðbundið og ekki mikið fyrir ágengni eða bindingaleiki.