Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Vogin

Vogin

24. september – 23. október

Kynferðislegur stíll: Hin fágaða Vog er vitsmunavera og er með fullkomnunaráráttu. Frábær bólfélagi ef hún heldur athyglinni. Hún hefur háleitar hugmyndir um kynlíf og hefur mikinn áhuga á erótík og nýjum leiðum til að veita og fá unað.

Hún er með mjög opinn huga en fáguð og er örugglega til í að taka í flestu ef það er ekki of langt gengið (lesist: Þó hún sé til í að vera í leðurdressi er ekki víst að kvalalosti sé eitthvað sem hún hefur áhuga á).

Passar best við kynferðislegaTvíburinn, Vatnsberinn, Hrúturinn, Ljónið og Bogmaðurinn.

Það sem kveikir í Voginni: Fallegt svefnherbergi eða stefnumótakvöld. Vogin er þéttbýlismanneskja og elskar skemmtilegar, úthugsaðar aðstæður. Hún er kannski of kurteis til að segja það en hún elskar DÝRAR gjafir.

Það sem kemur Voginni úr stuði: „Vogin vill ekki kynlíf á subbulegu hótelherbergi,“ segir Phyllis. „Hún er heldur ekki hrifin af útileigum og vill alls ekki stunda kynlíf nema þú getir boðið upp á smá lúxus eins og rúm í húsi, eins og sumarbústað.“