Mark Wahlberg hlustar á skilaboð frá látinni móður sinni

Móðir Mark Wahlberg hét Alma. Hún var 9 barna, einstæð móðir og kenndi þeim góða siði og gaf þeim gott uppeldi. Það verður að segjast líka að Mark Wahlberg hefur verið frábær sonur sem kunni svo mikið að meta móður sinnar, allt til seinustu stundar og fór eftir því sem hún kenndi honum.

Alma deildi því að það var ekki auðvelt að vera einstæð móðir og á stundum hafi hún verið við það að gefast upp. En þrátt fyrir allt komst hún í gegnum þetta og sannaði að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Sjá einnig: Enn ein sönnun þess að Keanu Reeves er besti gaur í heimi – MYNDBAND

Hún hvatti börnin sín til að gefast aldrei upp og elta draumana sína. Seinna í lífinu þökkuðu þau henni fyrir að hvetja þau til að vera besta útgáfan af þeim sjálfum. Alma var alltaf til staðar fyrir fjölskylduna sína og sagði öllum að börnin hennar væru gott fólk sem léti gott af sér leiða. Mark hringdi alltaf í mömmu sína reglulega þó hann væri hinum meginn á hnettinum þá missti hann aldrei úr dag og Alma vildi frekar að hann hringdi um miðja nótt en að hann hringdi ekki.

Í apríl árið 2021 lést Alma. Það var auðvitað erfiður missir fyrir fjölskylduna og það var erfitt fyrir alla í fjölskyldunni að sætta sig við fráfall hennar.

Sjá einnig: Beyoncé þolir ekki að Jay Z sé með sérstakan síma til að hringja í Rihanna

Alma varð móðir 18 ára gömul og ól 9 börn. Hún sagði alltaf: „Mig langaði að gefa þeim alla þá ást sem mig hafði alltaf langað í, en aldrei fengið. Ég vildi að þau vissu að ég væri alltaf til staðar, alltaf, alltaf, alltaf! Þó ég sé ekki alltaf sammála því sem þau gera, verð ég alltaf til staðar og það er bara þannig. Þau eru núna öll til staðar fyrir mig.“

Mark hefur sagt frá því að móðir hans hafi haft þann hæfileika að snerta við hjörtum fólks og var öðrum mikill innblástur. Hann segist hafa horft á viðtal við mömmu sína svo hann gæti séð andlitið hennar aftur. Það eina sem hann á eftir eru myndbrot og talskilaboð frá mömmu sinni og segist hann hlusta mjög oft á þau, og segir að það sé það eina sem hann á eftir.


Sjá einnig:

SHARE