„Sárt að mega ekki eldast undir neinu kringumstæðum“

Hin 52 ára Kelly Ripa hefur opnað sig um umræðuna hvernig það sé fyrir konur að eldast. Í viðtali við theSkimm ræddi spjallþáttastjórnandinn nýju bók hennar, Live Wire: Long-Winded Short Stories. Í bókinni skrifar hún af einlægni um hvernig það er fyrir konur að eldast. Hún fjallar líka um umræðuna um útlit hennar og hvort að hún í raun „megi“ eldast og hvernig stanslaus umræða um aldur hennar láta henni líða.

“Ég vildi óska ​​þess að ég gæti setið hér í dag eftir 33 ár í bransanum og sagt þér að þetta hefði engin áhrif á mig og ég léti þetta um eyru þjóta. En það væri lygi . Ég er manneskja. Við erum öll manneskjur. Og það er sárt þegar fólk ætlast til þess að maður eldist einhvern veginn aldrei, ekki undir neinum kringumstæðum,” sagði hún. Dómhörðustu athugasemdirnar fær hún þegar hún deilir eldri fjölskyldumyndum á netinu. „Ef ég birti sæta og gamla mynd af Mark, mér og börnunum okkar þegar þau voru ung er helsta athugasemdin„Vá,hvað Kelly hefur elst“. Reyndar höfum við öll elst, börnin mín eru fullorðin núna og ég veit ekki hvers vegna það er fullkomlega ásættanlegt fyrir smábörn að verða fullorðin og að maðurinn minn eldist, en að konan hafi elst, það má nánast ekki gerast eða eins og við eigum bara að hverfa eða gufa upp á einhvern hátt,“ sagði hún.

Reynsla hennar frá fyrstu hendi, af þrýstingi til að fela eða “snúa við” öldrunarmerkjum hefur ýtt henni til að verða opnari um skömmina af fegrunaraðgerðir. “Ég er heiðarleg varðandi fegrunaraðgerðir, fegrunarhúðlækningar, um aðferðir sem fólk, ekki bara ég sjálf, heldur fólk í greininni og utan greinarinnar, notast við. Að vinna fyrir framan myndavél er erfitt og þú hefur ekki alltaf tíma til að jafna þig eftir alls kyns meðferðir“ sagði hún.

Vegna þessa ástands og pressuna á konur um að eldast ekki, spyr Ripa hvernig það myndi líta út ef það sama gengi yfir karlmenn. “Það er þessi pressa í garð kvenna varðandi öldrun og mér finnst það áhugavert og svo, önnur ástæða fyrir því að ég skrifaði þessa bók svo opinskátt var sú að ég vil snúa þessari þróun við. Hvað ef við komum fram við karlmenn eins og við komum fram við konur? Hvað ef við færum að notast við sömu athugasemdir á karla og við gerum við konur svo „hraustlega“ og svo frjálslega? Hvað ef við ætlumst til þess að karlmenn eldist ekki?

„Þessu þarf að breyta. Karlar eru eins og fínt vín, betra með árunum.… og konur, það er næstum eins og: „Hvernig dirfist þú að verða 30 árum eldri á undanförnum 30 árum?“,sagði hún.“

SHARE