Fann þessa geggjuðu uppskrift á veraldarvefnum. Einfaldar en ekkert smá góðar smákökur fyrir jólin.
Uppskrift: c.a. 25 stk.
- Ósaltað smjör – 170 gr.
- Púðursykur – 150 gr.
- sykur – 50 gr.
- Stórt egg – 1 stk.
- Vanilludropar – 2 tsk.
- Hveiti – 250 gr.
- Maísmjöl – 2 tsk.
- Matarsódi – 1 tsk.
- Salt – 1/2 tsk.
- Hvítir súkkulaðidropar – 135 gr.
- Trönuber(þurkkuð) – 140 gr.
Aðferð:
- Byrjið á að hræra saman púðursykurinn,sykurinn og smjörið (smjörið á að vera við stofuhita). Hrærið þar til blandan er orðið vel blöndið saman og smá “fluffy”. Bætið þá við egginu og vanilludropunum og hrærið vel saman við.
- Blandið öllum þurrefnunum saman í annarri skál og bætið rólega út smjörblönduna. Stillið hrærivélina á rólegan hraða á meðan þið bætið hveitiblöndunni í.
- Svo þegar þið eruð komin með flott kökudeig blandið þið hvíta súkkulaðinu og trönberjunum í á meðan hrærivélin er still á rólegan hraða.
- Setjið deigið inní ísskáp í minnst 1 klukkutíma. (má alveg vera í ísskápnum í 3-4 daga)
- Stillið ofninn á blástur og 180C°
- Setjið smjörpappír á plötu. Takið c.a. 1,5 msk af deigi og rúllið saman í höndunum . Raðið svo kúlunum á smjörpappírinn með c.a. 5 cm á milli kúlna.
- Bakið í c.a. 13-15 min. eða þar til að það er komin örlítll gylltur litur á kökurnar. Leyfið kökunum að stand í minnst 5 min áður en þið smakkið á þeim. Þær munu fletjast betur út á meðan á biðinni stendur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.