Snakkfiskréttur með kryddaðri kokteilsósu

Matarlyst bíður hér uppá dásamlegan Snakkfiskrétt með kryddaðri kokteil sósu sem á vel við, við öll tækifæri rétturin er afar bragðgóður og ljúffengur. Kíkið á facebooksíðu hennar og like-ið.

Nr.1

1 kg fiskur ýsa eða þorskur, roðlaus og beinlaus

1 1/2 bolli hveiti

dass salt og pipar ca 1 tsk af hvoru

Olía

Blandið saman hveiti,salti og pipar. Skerið fiskinn í bita veltið upp úr hveitiblöndunni. Setjið olíu á pönnu snöggsteikið fiskinn rétt til að loka honum í örskamma stund á hverri hlið. Leggið í eldfast form.

Mér finnst gott að smyrja formið að innan með olíu áður en rétturinn er settur í.

Nr.2

Rjóma bland

1 rauð paprikka skorin smátt

1 gul paprikka skorin smátt

1 laukur skorin smátt

1/2 dós ananas í bitum.

3 dl rjómi

1 dl ananassafi

Allt sett saman í pott hitað að suðu, lækkið hitann og látið krauma í 10 mín.

Nr.3

Krydduð kokteil sósa

6 msk mæjónes, vel fullar skeiðar

6 msk tómatsósa, vel fullar skeiðar

1 tsk salt

1 1/2 tsk karrý

3 1/2 tsk heitt pizza krydd frá pottagöldrum

Öllu hrært saman.

Nr 4

Það sem fer ofaná

1 poki mozzarella ostur

1 poki papriku snakk mulið

Aðferð

Fiskur í eldfast form

Hellið papriku, ananas rjómasósunni yfir fiskinn

Því næst er krydduðu kokteil sósunni smurt yfir

1 poka af mozzarella osti dreift yfir.

1 poka af papriku snakki er mulinn niður í lokin og dreift yfir.

Hitið ofninn í 180 gráður

Setjið inn í heitan ofninn í 25 mín.

Berið fram með grjónum, fersku salati eða bara því sem hugurinn girnist.

SHARE