Snúðar sem slá í gegn

Hún kann sko að láta mann fá vatn í munninn hún Ragnheiður sem er með Matarlyst á Facebook.

Snúðar

Lungamjúkir og ljúffengir snúðar, með smjör kanil og súkkulaðifyllingu toppaðir með bræddu súkkulaði.

Bestir þegar þeir hafa staðið og kólnað á borði eftir bakstur.

Snúðadeig

700 gr hveiti (örlítið meira til ef deigið er blautt)
1 ½ tsk salt
4 tsk þurrger
80 g sykur
4 dl volgt vatn
1 dl majónes

Aðferð

Setjið þurrefni saman í hrærivélarskál blandið aðeins saman með króknum.

Bætið við vatni og majónesi vinnið vel saman með króknum í u.þ.b 5 mín bætið örlitlu hveiti út í hrærivélaskálina ef deigið er blautt. Látið hefast í 30 mín.

Takið deigið úr skálinni, fletjið út, smyrjið fyllingunni yfir, rúllið upp í lengju skerið í hæfilega stóra snúða, setjið bökunnarpappír á 2 ofnplötur raðið snúðunum á látið hefast aftur í 20 mín.

Hitið ofninn í 220 gráður og blástur bakið í u.þ.b 10-12 mín.

Fylling

100 g smjör við stofuhita
3 msk púðusykur
2 msk kanill
2 msk bökunarkakó
180 g suðusúkkulaði saxað

Aðferð

Blandið saman smjöri, púðusykri, kanil og kakó, smyrjið yfir útflatt deigið. Sáldrið söxuðu súkkulaði yfir og rúllið deiginu síðan upp og skerið í hæfilega stórar snúða.

Þegar snúðarnir eru bakaðir og hafa kólnað setjið þið brætt súkkulaði yfir

Toppur

120 g suðusúkkulaði

Aðferð

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði setjið aðeins af súkkulaði yfir hvernig einn snúð í mjórri bunu t.d með teskeið

Gott er að frysta þá snúða sem ekki borðast eru enga stund að þiðna.


SHARE