Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Vinnulega séð gengur allt eins og í sögu hjá þér í febrúar. Seinni hluta mánaðarins þarftu að vera samkvæm/ur sjálfri/um þér en ekki vera of þver til að hlusta á aðra. Þú ert ekki til í að sætta þig við neinar afsakanir lengur, hvort sem það eru þínar eigin afsakanir eða annarra.

Það er mjög mikilvægt fyrir þig að passa hvaða tón þú notar þegar þú talar við nána vini eða fjölskyldumeðlim. Veldu orðin af kostgæfni því það eru ekki allir sem geta tekið því vel sem þú segir.

Svona almennt muntu eiga í góðum samskiptum við fólk, hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir eða í ástarsamböndum. Þú átt í góðu sambandi við systkini þín átt frábært samband við maka. Það getur verið að þú farir að rifja upp gömul kynni við einhvern einstakling.