Stjörnuspá fyrir febrúar – Steingeitin

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

Steingeitin

 

Aðferðir þínar til að leysa úr ágreiningi eru úreltar. Þú ert ekki að sannfæra sjálfa/n þig, frekar en aðra. Þú ert ekki alltaf samkvæm/ur sjálfri/um þér og það pirrar fólk. Íhugaðu vel hvaða hlutir eru þess virði að rökræða og hvað þarf í raun ekki að ræða neitt sérstaklega.

 
 

Þú ert þreyttari þessa dagana en þú ert vanalega. Þér finnst þú oft misskilin/n á vinnustaðnum og átt ekkert sérstök samskipti við vinnufélagana. Passaðu þig samt á því að vera ekki með ásakanir og gagnrýni á fólk endalaust. Horfðu í spegilinn og reyndu að komast að því hvað er í raun vandamálið hjá þér.

 
 

Æfðu aðeins. Ekki fara of langt í æfingunum þó svo þér finnist þú geta meira. Ef þú ferð varlega muntu ekki lenda í meiðslum og fara fram úr þér.

SHARE